Ógerilsneyddir ostar leyfðir 10. júlí 2012 08:30 Ostur Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Leyfilegt er nú að flytja til landsins osta úr ógerilsneyddri mjólk. Samkvæmt nýrri reglugerð sem tók gildi í maímánuði er hverjum ferðalangi nú leyfilegt að flytja til landsins allt að einu kílói af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota. Landbúnaðarráðherra getur heimilað innflutning á meira magni, en aðeins til einkaneyslu. Fram af því hafði verið óheimilt að flytja inn mjólkurafurðir úr ógerilsneyddri mjólk í varnaðarskyni gegn útbreiðslu dýrasjúkdóma. Þorvaldur H. Þórðarson, framkvæmdastjóri inn- og útflutningsmála hjá Matvælastofnun (MAST), segir í samtali við Fréttablaðið að aðeins sé um takmarkað magn að ræða. Reglugerðarbreytingin sé að frumkvæði stjórnvalda en ekki eftir erlendri forskrift. „Við höfðum fengið til okkar athugasemdir vegna þessara mála og erum einfaldlega að koma til móts við fólk með þessari breytingu." Ostar úr ógerilsneyddri mjólk teljast margir til bestu osta heims, en þeir hafa ekki verið fáanlegir hér á landi. Annars vegar eru þeir ekki framleiddir á markað innanlands og hins vegar hafa tollverðir gert alla osta í farangri á leið til landsins upptæka, nema þeir hafi sannanlega verið framleiddir úr gerilsneyddri mjólk. Ógerilsneyddir ostar eru flestir framleiddir í Frakklandi, Ítalíu, Sviss og Spáni. Meðal þekktustu tegunda eru Parmesan, Roquefort, Gruyère og Appenzeller. Jóhann Jónsson, eigandi Ostabúðarinnar á Skólavörðustíg, segir að þetta séu gleðifréttir fyrir áhugafólk um góða osta. „Það er stór munur á ostum eftir því hvort þeir eru gerðir úr gerilsneyddri eða ógerilsneyddri mjólk," segir hann í samtali við Fréttablaðið. „Í þessum ostum fær afurðin að njóta sín. Þegar ostarnir koma svo frá minni framleiðendum hafa þeir miklu meiri karakter heldur en það sem kemur frá verksmiðjum." Jóhann segir þetta vera kærkomið tækifæri fyrir almenning á Íslandi að kynnast gæðaafurðum. „Mér finnst þetta frábært. Ég er einmitt á leiðinni til Parísar í vikunni og mun örugglega taka eitthvað gott með mér heim."- þj
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira