Innlent

Fréttablaðið heldur ótvíræðu forskoti

Fréttablaðið er sem fyrr langmest lesna blað landsins samkvæmt mælingum Capacent. Nýjasta lestrarkönnunin, fyrir annan ársfjórðung 2012, sýnir að 68,6 prósent höfuðborgarbúa á aldrinum 18 til 49 ára lesa blaðið, sem er lækkun úr 69,3 prósentum frá fyrsta ársfjórðungi.

Næstmest lesna blaðið er Fréttatíminn, með 49,8 prósenta lestur í sama hópi. DV bætir þar verulega við sig og hækkar úr 8,1 prósenti í 11,2. Það jafngildir 37 prósenta aukningu í lestri.

Lestur Fréttatímans, DV, Viðskiptablaðsins og Monitor eykst mismikið á milli tímabila en lestur annarra blaða dalar lítillega.

Sé litið til allra landsmanna lesa 58,6 prósent Fréttablaðið, 41,8 prósent Fréttatímann, 33,3 prósent Morgunblaðið, 11,3 prósent DV og 9,6 prósent Viðskiptablaðið. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×