Björgólfur Thor fær ekki að breyta húsinu 11. júlí 2012 04:00 Friðað Húsið er talið sýna merki um bestu iðnkunnáttu á Íslandi þegar það reis árið 1907. Fréttablaðið/arnþór Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978. Þegar húsið var reist árið 1907 þótti það glæsilegasta íbúðarhús á Íslandi. Í því voru raf- og vatnslagnir sem þóttu nýlunda á þeim tíma. Það var athafnamaðurinn Thor Jensen sem fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna það fyrir sig. Innra byrðið er talið bera vitni um bestu iðnkunnáttu þess tíma sem það reis, hvort sem um er að ræða smíði eða málun. Björgólfur Thor Björgólfsson á húsið í dag. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, segir að áform hans hafi legið fyrir síðan hann eignaðist húsið. „Þegar hann keypti húsið var lagt upp með að hafa íbúð á efri hæðinni og sýningar- og veislusali á neðri hæð. Þar yrði einnig eldhúsi og snyrtiaðstöðu komið fyrir." Ragnhildur bendir á að húsið sé í mikilli niðurníðslu og að ekki sé búandi í því eins og er. „Það sem stóð í húsafriðunarnefnd var að það átti að flytja stiga. Þó að Björgólfur Thor byðist til þess að færa allt í upphaflegt horf ef og þegar hann seldi var ekki tekið mark á því." „Það þarf að endurhugsa þetta allt núna," segir Ragnhildur. „Það hefur verið ljóst síðan 2007 hvað hann ætlaði að gera með húsið."- bþh Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Húsið við Fríkirkjuveg 11 í Reykjavík hefur nú verið friðað að öllu leyti. Mennta- og menningarmálaráðherra friðaði á mánudag innra byrði hússins að tillögu Húsafriðunarnefndar. Ytra byrðið var friðað 25. apríl 1978. Þegar húsið var reist árið 1907 þótti það glæsilegasta íbúðarhús á Íslandi. Í því voru raf- og vatnslagnir sem þóttu nýlunda á þeim tíma. Það var athafnamaðurinn Thor Jensen sem fékk Einar Erlendsson arkitekt til að teikna það fyrir sig. Innra byrðið er talið bera vitni um bestu iðnkunnáttu þess tíma sem það reis, hvort sem um er að ræða smíði eða málun. Björgólfur Thor Björgólfsson á húsið í dag. Ragnhildur Sverrisdóttir, talskona Björgólfs, segir að áform hans hafi legið fyrir síðan hann eignaðist húsið. „Þegar hann keypti húsið var lagt upp með að hafa íbúð á efri hæðinni og sýningar- og veislusali á neðri hæð. Þar yrði einnig eldhúsi og snyrtiaðstöðu komið fyrir." Ragnhildur bendir á að húsið sé í mikilli niðurníðslu og að ekki sé búandi í því eins og er. „Það sem stóð í húsafriðunarnefnd var að það átti að flytja stiga. Þó að Björgólfur Thor byðist til þess að færa allt í upphaflegt horf ef og þegar hann seldi var ekki tekið mark á því." „Það þarf að endurhugsa þetta allt núna," segir Ragnhildur. „Það hefur verið ljóst síðan 2007 hvað hann ætlaði að gera með húsið."- bþh
Fréttir Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent