Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn 11. júlí 2012 05:30 Yfirfallsrörið Úr þessu röri rennur skolp með regnvatni beint í Arnarneslækinn. Nokkrum metrum ofar er göngubrú yfir lækinn og börn oft að leik í eða við lækinn.fréttablaðið/valli Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira