Tryggja farsímasamband um allan heim 11. júlí 2012 10:30 Við Skarfahöfn Skemmtiferðaskipið Celebrity Eclipse lagðist að bryggju í Reykjavík í gær en skipið er engin smásmíði. Það er rúmir 300 metrar að lengd, tæpir 50 metrar að breidd og er samanlagður fjöldi áhafnar og farþega 4.400 manns.Fréttablaðið/VALLI Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Íslenska fyrirtækið On Waves, sem er að stærstum hluta í eigu Símans, tryggir áhöfn og farþegum á hátt í 600 stórskipum um allan heim farsímasamband. Í þeim hópi er fjöldi skemmtiferðaskipa en eitt þeirra, Celebrity Eclipse, lagðist að bryggju í Reykjavík í gær. „Við erum ungt fyrirtæki og á nýjum markaði sem þýðir að við höfum þurft að leggjast í talsverðar fjárfestingar. Við höfum hins vegar þegar náð talsverðum árangri og teljum að það séu mjög jákvæðir og spennandi tímar fram undan á þessum markaði," segir Kristinn Ingi Lárusson, framkvæmdastjóri On Waves. On Waves var stofnað árið 2007 af Símanum í samstarfi við tvo aðra aðila en áður hafði Síminn boðið svipaða þjónustu í samstarfi við franskt fyrirtæki. Fyrirtækið gerir skipum á hafi úti kleift að halda úti farsímaneti fyrir farþega og áhöfn á skipunum og þjónustar fyrirtækið þegar hátt í 600 skip. Flest eru þau mjög stór enda þjónusta On Waves nokkuð kostnaðarsöm og því óhentug fyrir fámennari skip. „Í nær öllum stórum skipum er gervihnattasamband í gegnum svokallað VSAT-kerfi sem tryggir símasamband og internettengingu. Það sem við gerum er að umbreyta búnaðinum þannig að hægt sé að nota farsíma í gegnum þetta kerfi," segir Kristinn Ingi og heldur áfram: „Við erum með þeim fyrstu í heiminum til að bjóða þessa þjónustu og erum nú sennilega þriðja stærsta fyrirtækið í þessum geira." Fimmtungur þeirra skipa sem On Waves á í samstarfi við telst vera ferjur eða farþegaskip. Þar af er nokkur fjöldi skemmtiferðaskipa á borð við Celebrity Eclipse þar sem samanlagður fjöldi gesta og áhafnar er 4.400 manns. Þá er fyrirtækið einnig með samninga við fjölda skipa sem þjónusta ýmiss konar iðnað. Kristinn Ingi segir að lokum mikil tækifæri til staðar á þessum markaði enda geti fyrirtækið boðið þjónustu sína um allan heim. „Auðvitað eru þau 600 skip sem við erum þegar að þjónusta talsverður fjöldi en það má hafa í huga að okkar markaður er heimurinn allur þótt fyrirtækið sé íslenskt. Það er því gríðarlegur fjöldi skipa sem við ættum að geta þjónustað," segir Kristinn. magnusl@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira