Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu 11. júlí 2012 11:30 lögreglan Ráðning tveggja lögreglumanna á Akureyri var talin innan ramma laga, en varð Umboðsmanni Alþingis engu að síður tilefni til að árétta að auglýsa ætti tímabundin störf í meira mæli. fréttablaðið/vilhelm Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp Fréttir Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp
Fréttir Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira