Segir vörður skemma náttúru og stemningu 13. júlí 2012 08:30 Skemmdir við Þingvallaveg Margir vörðusmiðir virðast ekki hugsa út í að velja sér ekki steina sem eru fastir í gróðurhulu landsins og skilja því eftir sig ljót sár eins og hér má sjá við Þingvallaveg.MYnd/Ingó Herbertsson „Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Náttúran er ekki ósnortin lengur því þar eru allar þessar fjandans vörður," segir Ingó Herbertsson leiðsögumaður, sem telur þann sið ferðalanga að hlaða vörður út um hvippinn og hvappinn vera til mikillar óþurftar. Fréttablaðið birti í síðustu viku forsíðumynd af vörðum sem ferðalangar hafa hlaðið við útsýnisstað þar sem Þingvallavegur liðast ofan af Mosfellsheiði. Ingó bendir á að þessar framkvæmdir skilji eftir sig ljót ör þegar fólk taki steina sem fastir séu í jarðvegi. Ekkert í náttúruverndarlögum bannar hleðslu varða á víðavangi nema þá ef með framkvæmdinni séu unnar skemmdir á friðuðum gróðurtegundum eða bergmyndunum. „Þetta skemmir engu að síður náttúruna. Þetta er því miður svona alls staðar," segir Ingó sem kveðst hafa verið leiðsögumaður í yfir þrjátíu ár og ferðast um landið fimm til sex mánuði á ári. Fyrstu tvo áratugina á leiðsögumannsferli hans hafi vörðugerð ekki verið vandamál en nú séu sprottnar upp vörður út um allar trissur, til dæmis við þjóðveginn á hálendinu milli Mývatns og Egilsstaða, einmitt þar sem gróður er afar viðkvæmur. „Þetta byrjaði í kringum 2000 og hefur versnað frá ári til árs síðan," segir Ingó og undirstrikar að vandamálið felist ekki eingöngu í gróðurskemmdum. „Fyrir utan þessar holur þar sem verið er að skemma náttúruna þá eyðileggur þetta andrúmsloftið." Dæmi um þetta segir Ingó vera Djúpalónssand á sunnanverðu Snæfellsnesi. Hann sé einn af fáum stöðum þar sem enn megi tala um ósnortna náttúru en núna sé ströndin iðulega full af vörðum. „Þetta minnir á þegar fólk krotar á húsveggi í Reykjavík: Ég var hérna! Það er einhver þörf fyrir að láta allan heiminn vita að viðkomandi hafi verið á þessum stað. Það er ekki verið að skemma gróður á svona strönd en hún er ekki lengur sá ósnortni staður sem var einu sinni verið að reyna að selja," segir Ingó. Þá segist Ingó óttast að borgarbörn í Reykjavík sem hafa kannski ekki ferðast mikið um landið fari að halda að vörðugerð sé hið besta mál. „Þá fara íslenskir fjölskyldufeður líka að kenna börnum sínum að hlaða vörður því það er í tísku," segir leiðsögumaðurinn. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira