Hví svo alvarlegur? Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 1. ágúst 2012 11:00 Það er einkar vel staðið að sjónrænum þáttum myndarinnar og samspil kvikmyndatöku, leikmyndar og tæknibrellna er óaðfinnanlegt. Bíó. The Dark Knight Rises. Leikstjórn: Christopher Nolan. Leikarar: Christian Bale, Anne Hathaway, Tom Hardy, Michael Caine, Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt, Morgan Freeman. Þriðju og síðustu myndar leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Batman Begins var ágætis upphafspunktur á þríleiknum og framhaldið, The Dark Knight, þótti sérlega vel heppnað og gerði allt bandvitlaust. Í þessum íburðarmikla lokakafla berst Blakan við harðsvíraðan hrotta að nafni Bane sem heldur Gotham-borg í gíslingu með atómbombu, en minnsta óhlýðni borgarbúa er sögð nægja til að hann gangsetji sprengjuna. Það er einkar vel staðið að sjónrænum þáttum myndarinnar og samspil kvikmyndatöku, leikmyndar og tæknibrellna er óaðfinnanlegt. Þá er leikhópurinn í góðum gír og illmennið Bane er óhuggulegt en um leið aðlaðandi. Christian Bale er frábær sem Bruce Wayne en ég hef alltaf átt erfiðara með að sætta mig við hann í Blökubúningnum. Anne Hathaway reynir ekki einu sinni að feta í fótspor Michelle Pfeiffer og tekur allt annan vinkil á Kattarkonuna en við erum vön, ákvörðun sem var sú besta í stöðunni og hlutverkið fer henni vel. Nolan hefur hins vegar engan húmor fyrir Leðurblökumanninum sínum og þrúgandi alvarleikinn sem hefur farið stigvaxandi með hverri myndinni nær hápunkti hér. Manni koma til hugar orð sjálfs Jókersins í seinustu mynd, „Why so serious?", rétt áður en hann sker í sundur andlitið á einum andstæðinga sinna, en leikstjórinn eyðir hér tæpum þremur klukkutímum í að reyna að sannfæra okkur um að skikkjuklæddur maður með leðurblökueyru sem berst við glæpi sé ekkert til að gantast með. Vissulega er engin ein rétt leið til gera þessari sígildu teiknimyndasöguhetju skil á hvíta tjaldinu og það er alveg klárt að Christopher Nolan er mikill listamaður. Hann sýndi okkur það líka í The Dark Knight að ofurhetjumyndir fyrir fullorðna er alls ekki svo fráleit hugmynd. En þyngslin og voðalegheitin í The Dark Knight Rises eru svo yfirgengileg frá upphafi til enda að dramatískur slagkraftur atriða sem raunverulegu máli skipta verður minni fyrir vikið. Mig langar þó að þakka Nolan fyrir metnaðarfulla seríu og þá sérstaklega fyrir miðjumyndina. Honum hefur svo sannarlega tekist að leiðrétta mistök forvera síns, leikstjórans Joel Schumacher, sem breytti uppáhalds ofurhetjunni minni í súrrealískt BDSM-sirkusatriði og lét sauma á hana leðurgeirvörtur. Niðurstaða: Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Bíó. The Dark Knight Rises. Leikstjórn: Christopher Nolan. Leikarar: Christian Bale, Anne Hathaway, Tom Hardy, Michael Caine, Gary Oldman, Marion Cotillard, Joseph Gordon-Levitt, Morgan Freeman. Þriðju og síðustu myndar leikstjórans Christophers Nolan um Leðurblökumanninn hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Batman Begins var ágætis upphafspunktur á þríleiknum og framhaldið, The Dark Knight, þótti sérlega vel heppnað og gerði allt bandvitlaust. Í þessum íburðarmikla lokakafla berst Blakan við harðsvíraðan hrotta að nafni Bane sem heldur Gotham-borg í gíslingu með atómbombu, en minnsta óhlýðni borgarbúa er sögð nægja til að hann gangsetji sprengjuna. Það er einkar vel staðið að sjónrænum þáttum myndarinnar og samspil kvikmyndatöku, leikmyndar og tæknibrellna er óaðfinnanlegt. Þá er leikhópurinn í góðum gír og illmennið Bane er óhuggulegt en um leið aðlaðandi. Christian Bale er frábær sem Bruce Wayne en ég hef alltaf átt erfiðara með að sætta mig við hann í Blökubúningnum. Anne Hathaway reynir ekki einu sinni að feta í fótspor Michelle Pfeiffer og tekur allt annan vinkil á Kattarkonuna en við erum vön, ákvörðun sem var sú besta í stöðunni og hlutverkið fer henni vel. Nolan hefur hins vegar engan húmor fyrir Leðurblökumanninum sínum og þrúgandi alvarleikinn sem hefur farið stigvaxandi með hverri myndinni nær hápunkti hér. Manni koma til hugar orð sjálfs Jókersins í seinustu mynd, „Why so serious?", rétt áður en hann sker í sundur andlitið á einum andstæðinga sinna, en leikstjórinn eyðir hér tæpum þremur klukkutímum í að reyna að sannfæra okkur um að skikkjuklæddur maður með leðurblökueyru sem berst við glæpi sé ekkert til að gantast með. Vissulega er engin ein rétt leið til gera þessari sígildu teiknimyndasöguhetju skil á hvíta tjaldinu og það er alveg klárt að Christopher Nolan er mikill listamaður. Hann sýndi okkur það líka í The Dark Knight að ofurhetjumyndir fyrir fullorðna er alls ekki svo fráleit hugmynd. En þyngslin og voðalegheitin í The Dark Knight Rises eru svo yfirgengileg frá upphafi til enda að dramatískur slagkraftur atriða sem raunverulegu máli skipta verður minni fyrir vikið. Mig langar þó að þakka Nolan fyrir metnaðarfulla seríu og þá sérstaklega fyrir miðjumyndina. Honum hefur svo sannarlega tekist að leiðrétta mistök forvera síns, leikstjórans Joel Schumacher, sem breytti uppáhalds ofurhetjunni minni í súrrealískt BDSM-sirkusatriði og lét sauma á hana leðurgeirvörtur. Niðurstaða: Helst til þunglamalegur lokakafli en mikil veisla fyrir augað.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira