Bjóða heim í raftónlist og kaffi á menningarnótt 13. ágúst 2012 08:00 Steindór Grétar og Kristjana Björg bjóða gestum og gangandi á raftónleika heim til sín á menningarnótt en meðal tónlistarmanna eru Steindór sjálfur, DJ Margeir, President Bongo, Logi Pedro og Captain Fufanu.Fréttablaðið/GVA "Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Margir eru að bjóða í vöfflur en við ætlum að bjóða upp á tónlist," segir Steindór Grétar Jónsson sem ásamt kærustu sinni Kristjönu Björgu Reynisdóttur býður gestum og gangandi á raftónleika heima í stofu á menningarnótt. "Við sambýlisfólkið erum miklir aðdáendur danstónlistar og erum að leigja þessa rúmgóðu íbúð á Laugarveginum svo við ákváðum að hóa saman öllum þeim sem við þekkjum og slá upp tónlistarveislu." Stofutónleikarnir hefjast klukkan tólf að hádegi og mun gleðin vara fram á kvöld. Að sögn parsins voru íbúar miðbæjarins hvattir sérstaklega til að bjóða heim til sín en þemað er Gakktu í bæinn á menningarnótt. "Við hugsum dagskrána þannig að fjölskyldufólk geti komið framan af. Það verður ekki kveikt á strobe-ljósum og reykvél sett í gang heldur er óhætt fyrir fjölskyldufólk að koma. Það er líka gaman að líta við og koma inn á heimili þar sem búið er að setja upp hljóðkerfi," segir hann en veglegt hljóðkerfi frá Óla Ofur verður á staðnum. Steindór er plötusnúður og einn skipuleggjenda Kanilkvölda á Faktorý. "Ég er einn stofnenda Color Me Records, sem er lítið útgáfufyrirtæki í raftónlist, og allir meðlimir þess spila en annars eru þetta bara þessir sem landsmenn kannast við; DJ Margeir, President Bongo úr GusGus og Logi Pedro úr Retro Stefson og fleiri sem eru að gera áhugaverða hluti,? segir hann en frumsamin tónlist verður flutt í bland við skífuþeytingar plötusnúða. Kristjana hlustaði ekki á raftónlist fyrir kynni þeirra en eftir þau hefur orðið breyting á. "Ég var heilaþvegin strax og hlusta ekki á annað núna," segir hún spennt fyrir næstkomandi laugardegi. "Þetta er bara eins og að fara á Hróarskeldu því maður hlustar á tónlist allan tímann í næstum því hálfan sólarhring," segir hún. Þau nýta tækifærið til að kynna fjölskyldur sínar fyrir raftónlist. "Við ætlum ekkert að hafa eitthvað hart teknó yfir daginn. Þá nennir mamma ekkert að mæta. Við viljum kynna fjölskylduna fyrir þessu því þau skilja oft ekki hvað þessi raftónlist er sem við höldum svo mikið upp á." Parið lofar góðu stuði og hellir upp á kaffi og grillar ef vel viðrar á heimili þeirra í bakhúsi að Laugavegi 32. hallfridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira