Fantasíurnar spanna allt litrófið 16. ágúst 2012 00:01 Hildur Sverrisdóttir segir kynlífsfantasíurnar í Fantasíu vera fjölbreyttar og spanna allt litrófið en bókin kemur út í dag. „Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég er bæði stolt yfir verkinu og líka er smá stress að gera vart við sig," segir lögmaðurinn Hildur Sverrisdóttir en bók hennar Fantasíur kemur út í dag. Bókin Fantasíur samanstendur af 51 kynferðislegri fantasíu kvenna. Hildur auglýsti eftir þeim fyrr á árinu og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Sumarið hjá henni hefur því farið í að vinna úr fjölda fantasía. „Mér skilst að það hafi verið hlýtt í sumar en hef sjálf ekki orðið vör við það," segir Hildur hlæjandi og bætir við að sér komi viðbrögðin á óvart. „Mér brá hversu stórkostleg viðbrögð ég fékk enda renndi ég blint í sjóinn með þetta og varpaði boltanum alfarið til íslenskra kvenna. Það var því úr mörgu að velja og vandasamt að ákveða hvaða stefnu ætti að taka. Að lokum ákvað ég að varpa ljósi á fjölbreytileikann en fantasíurnar spanna allt litrófið." Hildur segir efnið hafa verið vandmeðfarið og að hún hafi einsett sér að nálgast það af virðingu. Hún viðurkennir þó að fyrst hafi verið skrítið að sökkva sér niður í fantasíur ókunnugra kvenna. „Fyrst roðnaði ég mikið við lesturinn og hugsaði „ég þori ekki að setja þetta í bókina" en það jafnaði sig. Á tímabili var ég jafnvel hrædd um að ég mundi aldrei roðna aftur og væri bara orðin dólgur en ég er nú aftur farin að roðna yfir þessu." Aðspurð hvort Fantasíur sé konubók svarar Hildur: „Bókin er skrifuð fyrir konur og miðast við þeirra hugarheim. Hún er samt eflaust forvitnileg fyrir karla líka." Útgáfuteiti verður Eymundsson Austurstræti klukkan 17 í dag. - áp
Menning Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Fleiri fréttir Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira