Ávaxtakarfan eins og þriðja barnið mitt 27. ágúst 2012 00:01 Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Það er mjög gaman að það sé loksins að líða að frumsýningu enda hefur Ávaxtakarfan verið eins og þriðja barnið mitt undanfarin ár, segir Kristlaug María Sigurðardóttir, framleiðandi og höfundur bíómyndarinnar Ávaxtakarfan sem verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Leikritið um Imma ananas og Mæju jarðaber var vinsælt á seinni hluta tíunda áratugarins en Kristlaug, eða Kikka eins og hún er kölluð, hefur gengið með hugmyndina að færa Ávaxtakörfuna á hvíta tjaldið í maganum lengi. Það var allt klappað og klárt degi fyrir hrun árið 2008. Eftir það þurfti að endurhugsa allt og ég fór í smá frí. Svo endurskrifaði ég handritið tvisvar og í lok árs 2010 fórum við aftur af stað, segir Kikka en tökur á myndinni fóru fram í Latabæjarstúdíóinu í byrjun árs. Söguþráður myndarinnar bregður örlítið út af söguþræði leikritsins en þemu myndarinnar; einelti, frekja og fyrirgefning, eru enn þá til staðar. Með aðalhlutverk fara söngvaranir Matthías Matthíasson og Ólöf Jara Skagfjörð og aðrir leikarar eru Helga Braga Jónsdóttir, Birgitta Haukdal, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Atli Óskar Fannarsson. Leikstjóri er Sævar Guðmundsson og Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sér um tónlistina. Ég kýs að kalla þetta bíóskemmtun í staðinn fyrir mynd því þetta er 70 mínútna skemmtun frá upphafi til enda fyrir börnin. Myndin er ekki eina efnið sem þau hafa unnið upp úr Ávaxtakörfunni en eftir áramót eru samnefndir sjónvarpsþættir væntanlegir á Stöð 2. Við tókum upp heila 12 þætti með sömu karakterunum um leið og við gerðum myndina. Þemað í þeim eru almenn samskipti, einelti og fordómar þó að söguþráðurinn sé annar. - áp
Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira