Rekstrarfélag Kringlunnar hefur hleypt af stokkunum söfnun fyrir Neistann, styrktarfélag hjartveikra barna. „Láttu hjartað ráða" eru einkunnarorð söfnunarinnar en tilefnið er 25 ára afmæli verslunarmiðstöðvarinnar. Útbúinn hefur verið hjartalaga baukur sem stendur miðsvæðis í Kringlunni.
Það er von kaupmanna og starfsfólks að viðskiptavinir taki þátt í að lita „söfnunarhjartað" rautt með því að láta af hendi 500 krónur. - shá
Söfnun fyrir hjartveik börn
