Foreldrar fá að ráða hvort barnið sé busað 1. september 2012 07:00 nýir Kvenskælingar Nemendur á fjórða ári í Kvennaskólanum vígðu nýnema við skólann á miðvikudag. Þeim var aðeins leyft að sulla vatni yfir "busana“. Nokkrir nýnemar treystu sér ekki í busunina og fylgdust með álengdar. fréttablaðið/stefán Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Foreldrar nýnema við Menntaskólann í Reykjavík (MR) verða að samþykkja bréflega að barn þeirra sé tollerað í busaviku skólans. Löng hefð er fyrir tolleringunum í MR en þá bjóða eldri nemendur nýnema við skólann velkomna með því að kasta þeim upp í loftið og grípa. „Þetta er hluti af samstarfi við foreldra og við erum líka að beina því til foreldra hver staða skólans er," útskýrir Linda Rós Michaelsdóttir, rektor skólans. Dómur féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem starfsfólk skólans var dæmt fyrir vítavert gáleysi þegar alvarlegt slys varð í hefðbundnum gangaslag, sem síðan hefur verið aflagður. „Maður veltir fyrir sér í hvernig stöðu skólinn er," segir Linda Rós. „Við verðum að reyna að koma í veg fyrir að svona slys komi fyrir aftur og að það sé ekki eingöngu hægt að herma svona upp á starfsmenn skólans sem voru þó að sinna skyldu sinni." Linda Rós segist hafa sett skýrar reglur um hvernig eldri nemar skuli koma fram við nýnemana. „Ég held að krakkarnir séu meðvitaðir um að þetta sé meira umgjörðin en innihaldið og ég geri mér vonir um að þetta verði skemmtun fyrir alla." Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig tekið er á móti nýnemum. „Það er ekkert busað í Versló," segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verslunarskólanum. Þar fara elstu nemendurnir með nýnema í ferð þar sem farið er í hópleiki og haldin kvöldvaka. Í Verkmenntaskóla Austurlands (VA) er sprautað vatni yfir nýnema, þeir látnir baða sig í slori og ís og sumir hverjir látnir velta sér í drullunni á bryggjunni í Neskaupstað. Allir fá þó að velja hvort þeir séu með. Þórður Júlíusson, skólameistari VA, var spurður hvort hann gæti tekið undir það sjónarmið að í busuninni felist niðurlæging fyrir nemendurna, óháð því hvað þeim finnst eðlilegt, og svaraði: „Eigum við ekki að segja að þetta sé hefð og hefðir miða ekkert alltaf að því hvað er uppbyggilegt. Hefðir skólanna geta haft rétt á sér þó það sé ekki uppbygging og menntun sem í þeim felst." Þórður tekur einnig fram að athöfnin sé alfarið undir stjórn kennara skólans og skólameistara. „Nýnemarnir hafa látið skoðun sína í ljós. Þeim þykir þetta passlegt og alls ekki harkalegt," segir Þórður. Hann segir engan hafa kvartað undan meðferðinni. birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira