Lestur er sexý Brynhildur Björnsdóttir skrifar 1. september 2012 06:00 Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt? Þetta uppgötvuðu nokkrar lestrarhryssur í bandarískum bæ sem tóku sig saman fyrir nokkrum misserum og útbjuggu dagatal til að að hvetja til aukins lestrar undir yfirskriftinni Reading Is Sexy, eða Lestur er kynþokkafullur. Ágóðinn af sölu dagatalsins rann til styrktar Landssamtökum lesblindra í Bandaríkjunum. Skemmst er frá því að segja að þessi tenging lestrar og kynþokka hefur mælst vel fyrir. Samtökin Traveling Stories láta nú gera boli, barmmerki, könnur og tímabundin húðflúr með áletruninni og að sjálfsögðu dagatöl með myndum af fáklæddu fólki í eggjandi en þó sakleysislegum stellingum með nefið niðri í bók. Samtökin láta síðan ágóðann af sölu þessa varnings renna til uppbyggingar bókasafna víðs vegar um heiminn. Og varningurinn selst eins og sexý lummur. Það er vissulega ánægjulegt að fleira sé nú talið lostvekjandi en kynþokkafullt kjöt ( feitt kjöt hefur hins vegar átt undir högg að sækja sem lostvaki, hverju sem það er nú um að kenna). Og mjög ánægjulegt að áhugi og ánægja bókaorma með það að þeirra helsta áhugamál skuli nú loks vera talið til kynþokkafulls athæfis leiði til útbreiðslu lestrar og bóka um veröld víða, allt frá El Salvador til Filippseyja með viðkomu í Súdan. Með Reading Is Sexy-bol slærðu tvær flugur með einu sexý, sýnir heiminum að víst geti kynþokki fylgt klárum kolli og styður jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindis bóka og læsis. Ég er nokkuð sannfærð um að fá slagorð kalla nýja lesendur að bókatrogunum af viðlíka mætti og sá möguleiki að einstaklingur verði áhugaverðari til samlífis vegna meintrar bókhneigðar. Mér finnst samt umhugsunarefni að kynþokki og kynlíf skuli vera svo happadrjúgt í markaðssetningu og sölu sem raun ber vitni. En hvað sem því líður geta ýmsir átt von á að fá lestrarlostadrykkjarmál frá mér í jólagjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Ég hefði auðvitað getað skrifað Að lesa bók er ævintýri, Lengi býr að fyrstu bók, Lestur er bestur eða eitthvað miklu sniðugra og meira grípandi með lestur eða bók í titlinum. En ég hefði aldrei fengið eins marga til að athuga um hvað þessi pistill er ef ég hefði valið einhverja ofangreindra fyrirsagna. Með því að tengja saman lestur og lostvaka náði ég sennilega til mun breiðari hóps en hefði annars veitt nokkru sem skrifað er um lestur athygli. Kynlíf og allt sem því tengist selur því allir hafa áhuga á kynlífi, ekki satt? Þetta uppgötvuðu nokkrar lestrarhryssur í bandarískum bæ sem tóku sig saman fyrir nokkrum misserum og útbjuggu dagatal til að að hvetja til aukins lestrar undir yfirskriftinni Reading Is Sexy, eða Lestur er kynþokkafullur. Ágóðinn af sölu dagatalsins rann til styrktar Landssamtökum lesblindra í Bandaríkjunum. Skemmst er frá því að segja að þessi tenging lestrar og kynþokka hefur mælst vel fyrir. Samtökin Traveling Stories láta nú gera boli, barmmerki, könnur og tímabundin húðflúr með áletruninni og að sjálfsögðu dagatöl með myndum af fáklæddu fólki í eggjandi en þó sakleysislegum stellingum með nefið niðri í bók. Samtökin láta síðan ágóðann af sölu þessa varnings renna til uppbyggingar bókasafna víðs vegar um heiminn. Og varningurinn selst eins og sexý lummur. Það er vissulega ánægjulegt að fleira sé nú talið lostvekjandi en kynþokkafullt kjöt ( feitt kjöt hefur hins vegar átt undir högg að sækja sem lostvaki, hverju sem það er nú um að kenna). Og mjög ánægjulegt að áhugi og ánægja bókaorma með það að þeirra helsta áhugamál skuli nú loks vera talið til kynþokkafulls athæfis leiði til útbreiðslu lestrar og bóka um veröld víða, allt frá El Salvador til Filippseyja með viðkomu í Súdan. Með Reading Is Sexy-bol slærðu tvær flugur með einu sexý, sýnir heiminum að víst geti kynþokki fylgt klárum kolli og styður jafnframt útbreiðslu fagnaðarerindis bóka og læsis. Ég er nokkuð sannfærð um að fá slagorð kalla nýja lesendur að bókatrogunum af viðlíka mætti og sá möguleiki að einstaklingur verði áhugaverðari til samlífis vegna meintrar bókhneigðar. Mér finnst samt umhugsunarefni að kynþokki og kynlíf skuli vera svo happadrjúgt í markaðssetningu og sölu sem raun ber vitni. En hvað sem því líður geta ýmsir átt von á að fá lestrarlostadrykkjarmál frá mér í jólagjöf.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun