Umhverfis Ísland í 83 myndum 4. september 2012 16:30 Útsýnisflug með Landhelgisgæslunni varð að bók sem Pjetur selur til styrktar Davíð Erni Arnarssyni sem glímir við krabbamein. Fréttablaðið/Stefán Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Umhverfis Íslands er heiti bókar Pjeturs Sigurðssonar, ljósmyndara Fréttablaðsins, sem er nýkomin úr prentun. Bókin er gefin út til styrktar Davíð Erni Arnarssyni og fjölskyldu hans en Davíð Örn glímir við krabbamein og hefur þess vegna verið frá vinnu í nokkur ár. „Bókin varð þannig til að ég fór í útsýnisflug með Landhelgisgæslunni síðastliðið vor. Ég átti von á stuttri flugferð hér yfir Suðvesturhorninu en raunin varð sú að við fórum í kringum landið og flugið tók um sjö klukkutíma. Allan tímann var ég með myndavélina á lofti og afrakstur ferðarinnar var því ansi mikill. Nokkrar myndanna birtust svo í Fréttablaðinu og á Vísi og vöktu mikla athygli. Sjónarhornið er kannski nokkuð óvenjulegt, á myndunum má sjá strandlengju Íslands nokkurn veginn eins og hún leggur sig, firði og fjöll og það sem fyrir augu bar án þess að því væri ritstýrt sérstaklega,“ segir Pjetur sem fékk frábært útsýni á hringförinni enda varla ský á himni þegar hann fór í ferðina. „Ég myndaði í 3.500 feta hæð og sýnin yfir fjöllin og landslagið var stórbrotin. Ferðin var farin um mánaðamótin apríl-maí og víða var snjóföl yfir landinu sem skerpir allar línur í landinu. Þá var ekki farið að grænka og fyrir utan hvítan snjóinn eru brúnleitir tónar mest áberandi í landslaginu.“ Eftir að myndirnar birtust kviknaði sú hugmynd að gefa þær út á bók. „Í fyrstu kom til greina að gefa þær út hjá bókaforlagi en þegar sú hugmynd datt upp fyrir ákvað ég að ráðast í málið sjálfur og gefa út bók til styrktar góðu málefni,“ segir Pjetur, sem fljótlega afréð að styrkja Davíð Örn og fjölskyldu. „Davíð Örn var stuðningskennari í bekk fósturdóttur minnar, Elfu, hann býr hér í Grafarvogi eins og ég og er mikill stuðningsmaður Fjölnis. Davíð Örn hefur ekki getið unnið um langt skeið vegna krabbameins sem hann glímir við og sömuleiðis hefur kona hans verið mikið frá vinnu. Þau hafa verið að glíma við að koma sér þaki yfir höfuðið fyrir sig og börnin sín tvö og ágóðinn af sölu bókarinnar rennur allur til þeirra.“ sigridur@frettabladid.is
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira