Það rennur ekki blóðið í þjálfaranum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. september 2012 07:00 Arna Sif Ásgrímsdóttir tók við fyrirliðabandinu hjá Þór/KA í vor og hefur spilað vel í vörninni. Mynd/Valli Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira
Lið Þórs/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti með sigri á Selfossi á Akureyri í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Norðankonur hafa spilað frábærlega í sumar og eru með fjögurra stiga forskot á Stjörnuna þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af deildinni. Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þórs/KA, spilar lykilhlutverk í vörninni og á hún möguleika á því að taka við Íslandsbikarnum í kvöld. „Það eru allir mjög spenntir hér," sagði Arna Sif og bætir við: „Við höldum okkur samt niðri á jörðinni og erum bara rólegar yfir þessu. Það er rosalega freistandi að fara að hugsa lengra en Jói þjálfari er duglegur að minna okkur á að vera rólegar," segir Arna Sif. Þór/KA vann 6-2 sigur á Selfossi í fyrri leiknum en Selfoss hefur rokið upp töfluna að undanförnu. „Við eigum að klára þetta en Selfoss er búið að bæta sig helling í seinni umferðinni og þær hafa verið að stela sigrum af stærri liðum. Þetta verður hörkuleikur," segir Arna Sif og hún býst við mörgum á völlinn. „Það er draumurinn að fá að taka við bikarnum. Við gerum okkur alveg grein fyrir því hvað er í boði en við ætlum ekki að hugsa um hvernig við ætlum að fagna þegar við skorum heldur ætlum við að hugsa um það hvernig við ætlum að skora," segir Arna Sif og segir yfirvegun þjálfarans Jóhanns Kristins Gunnarssonar hafa góð áhrif á liðið. „Það rennur ekki í honum blóðið. Hann heldur alltaf andlitinu og er alltaf rólegur þannig að það smitar út frá sér. Í fyrra og hittiðfyrra hefði ég verið í skýjunum núna og það hefði örugglega ekki verið hægt að ná sambandi við mig. Ég er óvenju róleg í dag," sagði Arna. Leikur Þórs/KA og Selfoss hefst klukkan 18.00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport sem og inni á Vísi. Aðrir leikir kvöldsins í deildinni eru: Valur-Breiðablik, FH-Fylkir, KR-Afturelding og Stjarnan-ÍBV en Eyjakonur gætu líka tryggt Þór/KA titilinn með því að taka stig af Stjörnunni.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Sjá meira