Falin skuld er samt skuld Þorður snær júlíusson skrifar 6. september 2012 06:00 Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi. Í umræðu um Evrópusambandsaðild hérlendis er því oft haldið fram að ástand Grikkja væri ekki jafn slæmt og það er ef þeir væru með drökmu í stað evru. Þá gætu þeir gengisfellt eins og Íslendingar og náð fram risavaxinni eignatilfærslu frá almenningi til útflutningsaðila til að ná jákvæðum vöruskiptajöfnuði. Vandi Grikkja var hins vegar ekki gjaldmiðillinn, þó hann hafi gert þeim kleift að fá meira lánað þegar þeir voru ekki borgunarmenn skulda sinna. Vandinn var feluleikur grískra stjórnvalda og vilji ESB til að líta í hina áttina. Síðan Grikkland lagði spilin á borðið og sýndi sína réttu fjárhagsstöðu er ljóst að landið blekkti sig í raun inn í evrópska myntsamstarfið. Þegar Grikkir tóku upp evru árið 2001 sögðu opinberar tölur að fjárlagahalli væri nánast enginn, að prósentustig atvinnuleysis væru teljandi á fingrum annarrar handar og að skuldir landsins væri tæpur þriðjungur af þjóðarframleiðslu. Við hrun Grikklands árið 2009 kom hins vegar í ljós að stjórnendur landsins höfðu verið að fikta í neysluvísitölunni til að fela verðbólgu, skráðu atvinnuleysi allt of lágt og fóru í ótrúlegar æfingar við að fela skuldir utan ríkisreiknings. Í dag eru skuldir Grikkja 132,4 prósent af þjóðarframleiðslu, atvinnuleysi 23,1 prósent og fjárlagahallinn tæplega sjö prósent. Lærdómurinn sem hægt er að draga af aðferðum Grikkja er sá að ríki geta ekki falið eiginlegt ástand til lengdar. Því lengur sem dregið er að takast á við vandann, því erfiðari verður hann viðureignar þegar sá tími kemur. Það sést best á 21,27 prósenta skuldatryggingarálagi á tíu ára skuldabréf sem Grikkland gefur út. Það er langsamlega hæsta álag allra Evrópuþjóða. Íslensk stjórnvöld virðast þó ekki ætla að draga þann lærdóm. Þvert á móti hefur þeim ríkisábyrgðum og fjárhagslegu skuldbindingum ríkisins sem koma ekki fram í fjár- eða fjárlaukalögum fjölgað til muna eftir bankahrun. Þannig er til dæmis neikvæð tryggingafræðileg staða A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) upp á rúma 47 milljarða króna ekki færð til skuldar né bakábyrgð ríkissjóðs á gríðarlegum skuldbindingum B-deildar sama sjóðs. Allsherjarábyrgð á öllum innstæðum fjármálafyrirtækja er það ekki að neinu leyti heldur þrátt fyrir að hún hafi kostað íslenska skattgreiðendur 26 milljarða króna í ár vegna falls SpKef. Þá eru tugmilljarða króna framkvæmdir, sem samþykkt hefur verið að ráðast í, geymdar utan ríkisreiknings. Þar ber helst að nefna Hörpuna, nýtt sjúkrahús, Vaðlaheiðargöng og mögulega nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Til viðbótar hangir Icesave-málið, af öllum sínum fjárhagslega þunga, enn yfir þjóðinni og gæti dottið inn á skuldahlið hennar ef illa fer. Það er ekki nóg að sópa þessum íþyngjandi kostnaðarliðum út af ríkisreikningi. Þeir hverfa ekki þótt þeir sjáist ekki tímabundið. Líkt og Grikkir geta vitnað um þá finnur alltaf einhver skítinn undir teppinu á endanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór
Ísland og Grikkland eru, með réttu eða röngu, holdgervingar alþjóðlegu fjármálakreppunnar. Ástæður hamfara þeirra eru þó afar ólíkar. Ísland féll vegna þess að ofurskuldsettur einkageiri dró þjóðríkið með sér niður en Grikkland felldi sig sjálft með gegndarlausri ríkisskuldabréfaútgáfu og hömlulausu útgjaldafylleríi. Í umræðu um Evrópusambandsaðild hérlendis er því oft haldið fram að ástand Grikkja væri ekki jafn slæmt og það er ef þeir væru með drökmu í stað evru. Þá gætu þeir gengisfellt eins og Íslendingar og náð fram risavaxinni eignatilfærslu frá almenningi til útflutningsaðila til að ná jákvæðum vöruskiptajöfnuði. Vandi Grikkja var hins vegar ekki gjaldmiðillinn, þó hann hafi gert þeim kleift að fá meira lánað þegar þeir voru ekki borgunarmenn skulda sinna. Vandinn var feluleikur grískra stjórnvalda og vilji ESB til að líta í hina áttina. Síðan Grikkland lagði spilin á borðið og sýndi sína réttu fjárhagsstöðu er ljóst að landið blekkti sig í raun inn í evrópska myntsamstarfið. Þegar Grikkir tóku upp evru árið 2001 sögðu opinberar tölur að fjárlagahalli væri nánast enginn, að prósentustig atvinnuleysis væru teljandi á fingrum annarrar handar og að skuldir landsins væri tæpur þriðjungur af þjóðarframleiðslu. Við hrun Grikklands árið 2009 kom hins vegar í ljós að stjórnendur landsins höfðu verið að fikta í neysluvísitölunni til að fela verðbólgu, skráðu atvinnuleysi allt of lágt og fóru í ótrúlegar æfingar við að fela skuldir utan ríkisreiknings. Í dag eru skuldir Grikkja 132,4 prósent af þjóðarframleiðslu, atvinnuleysi 23,1 prósent og fjárlagahallinn tæplega sjö prósent. Lærdómurinn sem hægt er að draga af aðferðum Grikkja er sá að ríki geta ekki falið eiginlegt ástand til lengdar. Því lengur sem dregið er að takast á við vandann, því erfiðari verður hann viðureignar þegar sá tími kemur. Það sést best á 21,27 prósenta skuldatryggingarálagi á tíu ára skuldabréf sem Grikkland gefur út. Það er langsamlega hæsta álag allra Evrópuþjóða. Íslensk stjórnvöld virðast þó ekki ætla að draga þann lærdóm. Þvert á móti hefur þeim ríkisábyrgðum og fjárhagslegu skuldbindingum ríkisins sem koma ekki fram í fjár- eða fjárlaukalögum fjölgað til muna eftir bankahrun. Þannig er til dæmis neikvæð tryggingafræðileg staða A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) upp á rúma 47 milljarða króna ekki færð til skuldar né bakábyrgð ríkissjóðs á gríðarlegum skuldbindingum B-deildar sama sjóðs. Allsherjarábyrgð á öllum innstæðum fjármálafyrirtækja er það ekki að neinu leyti heldur þrátt fyrir að hún hafi kostað íslenska skattgreiðendur 26 milljarða króna í ár vegna falls SpKef. Þá eru tugmilljarða króna framkvæmdir, sem samþykkt hefur verið að ráðast í, geymdar utan ríkisreiknings. Þar ber helst að nefna Hörpuna, nýtt sjúkrahús, Vaðlaheiðargöng og mögulega nýtt fangelsi á Hólmsheiði. Til viðbótar hangir Icesave-málið, af öllum sínum fjárhagslega þunga, enn yfir þjóðinni og gæti dottið inn á skuldahlið hennar ef illa fer. Það er ekki nóg að sópa þessum íþyngjandi kostnaðarliðum út af ríkisreikningi. Þeir hverfa ekki þótt þeir sjáist ekki tímabundið. Líkt og Grikkir geta vitnað um þá finnur alltaf einhver skítinn undir teppinu á endanum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun