Virðingarvottur til Kaffibarsins 8. september 2012 09:00 Arnar Snær Davíðsson varði viku í að mála verk á barborð Kaffibarsins. Hann segir verkið virðingarvott til staðarins.fréttablaðið/vilhelm „Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins. Það tók Arnar Snæ viku að ljúka verkinu og vann hann það á nóttunni eftir lokun staðarins. „Ég var þarna allar nætur og stundum alveg fram að opnun næsta dag, þannig að það var lítið sofið þá viku,“ segir Arnar og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hvort verkið standist áhlaup bargesta kvöld eftir kvöld. Verkið var afhjúpað á fimmtudaginn var og á því má greina andlit nokkurra meðlima karlakórsins Bartóna, sem Arnar Snær er meðlimur í, auk andlita gamalla og nýrra fastagesta Kaffibarsins. Nokkrar deilur spruttu upp í kjölfarið því að sögn Arnars voru einhverjir ósáttir við að hafa ekki fengið sinn sess á barborðinu. „Fólk getur rifist um það sem eftir er af hverju þessi var málaður en ekki hinn,“ segir hann og hlær. Arnar útskrifaðist frá City & Guilds of London Artschool árið 2010 þar sem hann stundaði nám í klassískri myndlist. Hann kveðst ánægður með verkið og þakklátur Ægi Dagssyni framkvæmdastjóra sem og öðru starfsfólki Kaffibarsins fyrir að hafa fengið að skilja eftir sig arfleifð á sínu öðru heimili. „Ég er mjög ánægður fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Á Kaffibarnum verða til ástir og örlög og staðurinn hefur verið mitt annað heimili í rúm fimmtán ár.“ -sm Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Við getum kallað verkið virðingavott til Kaffibarsins. Ég hef verið fastagestur þar í fimmtán ár eða lengur,“ segir listamaðurinn Arnar Snær Davíðsson sem málaði verk framan á barborð Kaffibarsins. Það tók Arnar Snæ viku að ljúka verkinu og vann hann það á nóttunni eftir lokun staðarins. „Ég var þarna allar nætur og stundum alveg fram að opnun næsta dag, þannig að það var lítið sofið þá viku,“ segir Arnar og bætir við að tíminn muni svo leiða í ljós hvort verkið standist áhlaup bargesta kvöld eftir kvöld. Verkið var afhjúpað á fimmtudaginn var og á því má greina andlit nokkurra meðlima karlakórsins Bartóna, sem Arnar Snær er meðlimur í, auk andlita gamalla og nýrra fastagesta Kaffibarsins. Nokkrar deilur spruttu upp í kjölfarið því að sögn Arnars voru einhverjir ósáttir við að hafa ekki fengið sinn sess á barborðinu. „Fólk getur rifist um það sem eftir er af hverju þessi var málaður en ekki hinn,“ segir hann og hlær. Arnar útskrifaðist frá City & Guilds of London Artschool árið 2010 þar sem hann stundaði nám í klassískri myndlist. Hann kveðst ánægður með verkið og þakklátur Ægi Dagssyni framkvæmdastjóra sem og öðru starfsfólki Kaffibarsins fyrir að hafa fengið að skilja eftir sig arfleifð á sínu öðru heimili. „Ég er mjög ánægður fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Á Kaffibarnum verða til ástir og örlög og staðurinn hefur verið mitt annað heimili í rúm fimmtán ár.“ -sm
Menning Mest lesið „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Lífið Sagði engum frá nema fjölskyldunni Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Bíó og sjónvarp Móðgaði „íslenskt sveitarfélag“ og fær gefins flugferð Lífið Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Lífið Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Tónlist Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Lífið Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Lífið „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Menning Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð Lífið Fleiri fréttir „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira