Upp úr kafinu 18. september 2012 06:00 Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. Þegar kafað er þarf helst að kunna á súrefnistank og farið er djúpt niður í sjó eða vatn. Snork fer þannig fram að maður setur á sig gleraugu með pípu og munnstykki og svo lætur maður sig fljóta á maganum þannig að pípan stendur upp úr vatninu. Mér fannst hvort tveggja hljóma frekar hættulega en vinkona mín vildi endilega prófa að fara út í eyjuna og ég lét tilleiðast. Siglingin út í eyjuna var stutt, varla meira en hálftími, og höfrungar sáu til þess að engum leiddist. Síðan var sest í sand og reynt að skýla sér fyrir steikjandi hitanum. Eftir smástund var svo aftur siglt út að rifinu og þeir sem höfðu hugsað sér að kafa eða snorka fengu þar til gerðar græjur. Ekki ég. Ég er lofthrædd, sjóveik og með innilokunarkennd og fannst það erfið tilhugsun að fljóta hátt yfir hyldýpi með takmarkaðan aðgang að súrefni. Auk þess fer saltvatn illa með hárið á mér. Leiðsögumaðurinn reyndi að telja mér hughvarf en ég stuggaði honum blíðlega frá mér, settist undir sólhlífina á dekkinu og horfði í kringum mig á það litla sem var að sjá; sandrif, sjó og sól. Veit ég þá ekki fyrr til en hnippt er í mig. Þegar ég lít niður er það vinkona mín með kafaragleraugun á sér, búin að taka pípuna úr munninum og grimm á svip. Hún sagði í stuttu máli (hún talar mjög hratt og kemur miklu til skila á stuttum tíma): ?Ef þú drullar þér ekki út í sjó NÚNA áttu aldrei eftir að fyrirgefa þér. Og ÉG á aldrei eftir að fyrirgefa þér heldur!? Í stuttu máli var þetta það ævintýralegasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég get eiginlega ekki lýst því sem ég sá og upplifði svífandi yfir kóralrifinu; læt nægja að segja að stundum fór ég að skellihlæja af tómri hamingju svo mér svelgdist á sjónum. Og var alveg skítsama. Þegar ég kom upp úr kafinu var allt breytt, heimurinn, hafið og ekki síst?ég. Um daginn fór sama vinkona mín að kafa í Silfru. Henni finnst að ég eigi að skella mér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Á ferðalagi í austanverðri Afríku, nánar tiltekið í Vilankulo í Mósambík, bauðst okkur vinkonunum að heimsækja eyjaklasann Bazaruto þar sem er eitt merkilegasta og fallegasta kóralrif heims. Boðið var upp á ferðir út í eyjuna og einnig boðið að snorka eða kafa niður á kóralrifið. Þegar kafað er þarf helst að kunna á súrefnistank og farið er djúpt niður í sjó eða vatn. Snork fer þannig fram að maður setur á sig gleraugu með pípu og munnstykki og svo lætur maður sig fljóta á maganum þannig að pípan stendur upp úr vatninu. Mér fannst hvort tveggja hljóma frekar hættulega en vinkona mín vildi endilega prófa að fara út í eyjuna og ég lét tilleiðast. Siglingin út í eyjuna var stutt, varla meira en hálftími, og höfrungar sáu til þess að engum leiddist. Síðan var sest í sand og reynt að skýla sér fyrir steikjandi hitanum. Eftir smástund var svo aftur siglt út að rifinu og þeir sem höfðu hugsað sér að kafa eða snorka fengu þar til gerðar græjur. Ekki ég. Ég er lofthrædd, sjóveik og með innilokunarkennd og fannst það erfið tilhugsun að fljóta hátt yfir hyldýpi með takmarkaðan aðgang að súrefni. Auk þess fer saltvatn illa með hárið á mér. Leiðsögumaðurinn reyndi að telja mér hughvarf en ég stuggaði honum blíðlega frá mér, settist undir sólhlífina á dekkinu og horfði í kringum mig á það litla sem var að sjá; sandrif, sjó og sól. Veit ég þá ekki fyrr til en hnippt er í mig. Þegar ég lít niður er það vinkona mín með kafaragleraugun á sér, búin að taka pípuna úr munninum og grimm á svip. Hún sagði í stuttu máli (hún talar mjög hratt og kemur miklu til skila á stuttum tíma): ?Ef þú drullar þér ekki út í sjó NÚNA áttu aldrei eftir að fyrirgefa þér. Og ÉG á aldrei eftir að fyrirgefa þér heldur!? Í stuttu máli var þetta það ævintýralegasta sem ég hef nokkurn tíma gert. Ég get eiginlega ekki lýst því sem ég sá og upplifði svífandi yfir kóralrifinu; læt nægja að segja að stundum fór ég að skellihlæja af tómri hamingju svo mér svelgdist á sjónum. Og var alveg skítsama. Þegar ég kom upp úr kafinu var allt breytt, heimurinn, hafið og ekki síst?ég. Um daginn fór sama vinkona mín að kafa í Silfru. Henni finnst að ég eigi að skella mér.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun