Nýtt íslenskt verk frumsýnt í Skotlandi 23. september 2012 10:00 Segir nýja verkið, sem hún skrifaði á ensku, vera eins og alvarlegu hliðina á síðasta leikriti sínu, Súldarskeri. "And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
"And the Children Never Looked Back" eftir leikskáldið Sölku Guðmundsdóttur verður frumsýnt í Oran Mor-leikhúsinu í Glasgow á mánudag og sýnt út vikuna. Leikstjóri er Graeme Maley, sem setti meðal annars upp Djúpið eftir Jón Atla Jónasson við sama leikhús fyrir þremur árum, og segir Salka að hann hafi í raun átt frumkvæðið að verkinu. "Graeme hefur verið búsettur í og með á Íslandi undanfarið ár; hann kom að máli við mig og spurði hvort við ættum ekki að skella í eitt verk saman og ég tók slaginn." "And the Children Never Looked Back" gerist á lítilli eyju þar sem voveiflegir atburðir hafa nýlega átt sér stað. Daniel er ungur maður frá meginlandinu sem hugsar í sögum og hefur einfalda sýn á veröldina. Leikritið segir frá örlagaríkum fundi þeirra Sunnu, en hún kennir í grunnskólanum á eyjunni og berst við að halda haus eftir skelfilegt áfall. Salka segir það hafa runnið upp fyrir sér nú í vikunni að í raun hafi hún verið að skrifa um alvarlegu hliðina á síðasta verki sínu, Súldarskeri, sem hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir 2011. "Ég er að skrifa um fólk sem getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og heldur í hálmstrá sem er ekki endilega fótur fyrir. Ég heillast mjög af einangruðum samfélögum og hvernig við búum til sögur til að fylla í órökréttu götin í lífi okkar." Salka lærði skapandi skrif í Skotlandi og er því vön að skrifa á ensku, en engu að síður fóru þau Maley þá leið að hún skrifaði verkið á "venjulegri" ensku en hann þýddi yfir á skosku, með tilheyrandi mállýskum. Aðspurð segir Salka það koma vel til greina að setja verkið upp á Íslandi, en fram undan er þétt dagskrá hjá leikskáldinu. Hún er eitt þriggja ungra leikskálda sem eiga verk sem sett verða á svið hjá Borgarleikhúsinu undir heitinu "Núna!", vinnur að nýju leikriti fyrir börn með leikhópnum Soðið svið, á verk á leiklistarhátíðinni Þjóðleik og hefur nýlokið við að þýða Emmu eftir Jane Austen. "Ég hef verið mjög heppin undanfarið ár, skrifað mikið fyrir leikhúsið og unnið að fleiri stórum verkefnum." Hún segist vona að sýningin í Glasgow opni fyrir hana fleiri dyr í Skotlandi. "Þetta er frábært tækifæri til að kynnast fólkinu í leikhúsbransanum þarna úti. Ég kunni mjög vel við mig í Skotlandi á sínum tíma og gæti vel hugsað mér að vinna þar. Draumurinn væri að geta búið hálft ár þar og hálft heima á Íslandi." -bs
Menning Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira