Einkavæðing banka, taka tvö Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. september 2012 06:00 Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að selja megi allan hlut ríkisins í Íslandsbanka, Arion banka og sparisjóðum, en ríkið haldi eftir um 70% í Landsbankanum. Þverpólitísk sátt virðist um að ríkið losi sig aftur við hluti í bönkunum, enda tók það við þeim nauðugt viljugt eftir hrunið. Staða Landsbankans er um margt sérstök, meðal annars vegna Icesave-málsins. Til lengri tíma hlýtur stefnan þó að vera að ríkið selji hann allan, enda á ríkisvaldið ekkert fremur að standa í rekstri viðskiptabanka en öðrum samkeppnisrekstri. Margt í frumvarpinu bendir til að menn hafi lært af þeim mistökum sem gerð voru við einkavæðingu ríkisbankanna í kringum síðustu aldamót og hugsi sér ekki að endurtaka þau. Þannig er að þessu sinni gert ráð fyrir að fjármálaráðherra þurfi að leggja fyrir þingnefndir greinargerð um helztu markmið með sölu viðkomandi eignarhlutar, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð verði háttað. Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafi svo tækifæri til að gera athugasemdir við efnið. Til þessa hafa heldur ekki verið neinar meginreglur í lögum um hvaða viðmið eigi að hafa að leiðarljósi við sölu á hlut ríkisins í fyrirtækjum. Nú er lagt til að bætt verði úr því og lögð áherzla á „opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni". Þá á að tryggja að tilboðsgjafar njóti jafnræðis og að samkeppni á fjármálamarkaði verði efld. Hlutlægnina á meðal annars að tryggja með því að fela óháðri stofnun, Bankasýslunni, að annast söluna og með hagkvæmni er átt við að alla jafna sé leitað hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir hlutinn. Þetta er allt verulega til bóta og miðar að því að tryggja að reglurnar séu skýrar, þannig að ekki sé hægt að beygja þær og sveigja til að finna kaupendur sem eru pólitískum öflum þóknanlegir, eins og gerðist við fyrri einkavæðingu bankanna. Þó er eitt og annað, sem mætti draga skýrar fram í þessari lagasetningu. Þar er ekki kveðið á um að dreift eignarhald eigi að vera eitt af markmiðum sölu á hlut ríkisins í bönkum, en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var dregið skýrt fram að þröngt eignarhald væri einn af orsakavöldum bankahrunsins. Eingöngu er vísað til þess í greinargerðinni að dreift eignarhald sé eitt af markmiðum núverandi eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Sömuleiðis vantar í frumvarpið markmið um að í það minnsta hluti af bréfum ríkisins í bönkunum fari í almennt hlutabréfaútboð, þar sem almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir hlut. Þótt margir séu brenndir eftir að hafa tapað sparnaði sínum, sem þeir höfðu lagt í hlutabréf í gömlu bönkunum, er það nauðsynlegt til að byggja upp traust á bankakerfi framtíðarinnar að gefa viðskiptavinum bankanna kost á að verða jafnframt eigendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut ríkisins í bönkum og sparisjóðum. Salan á einstökum hlutum hefur ekki verið tímasett, en gert er ráð fyrir að söluhagnaðurinn nemi 31 milljarði króna næstu fjögur árin. Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi öðru sinni frumvarp til laga, sem á að afla ríkinu heimildar til að selja hluti í fjármálastofnunum og setja ramma um söluna. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að selja megi allan hlut ríkisins í Íslandsbanka, Arion banka og sparisjóðum, en ríkið haldi eftir um 70% í Landsbankanum. Þverpólitísk sátt virðist um að ríkið losi sig aftur við hluti í bönkunum, enda tók það við þeim nauðugt viljugt eftir hrunið. Staða Landsbankans er um margt sérstök, meðal annars vegna Icesave-málsins. Til lengri tíma hlýtur stefnan þó að vera að ríkið selji hann allan, enda á ríkisvaldið ekkert fremur að standa í rekstri viðskiptabanka en öðrum samkeppnisrekstri. Margt í frumvarpinu bendir til að menn hafi lært af þeim mistökum sem gerð voru við einkavæðingu ríkisbankanna í kringum síðustu aldamót og hugsi sér ekki að endurtaka þau. Þannig er að þessu sinni gert ráð fyrir að fjármálaráðherra þurfi að leggja fyrir þingnefndir greinargerð um helztu markmið með sölu viðkomandi eignarhlutar, hvaða söluaðferð verði beitt og hvernig sölumeðferð verði háttað. Fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd hafi svo tækifæri til að gera athugasemdir við efnið. Til þessa hafa heldur ekki verið neinar meginreglur í lögum um hvaða viðmið eigi að hafa að leiðarljósi við sölu á hlut ríkisins í fyrirtækjum. Nú er lagt til að bætt verði úr því og lögð áherzla á „opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni". Þá á að tryggja að tilboðsgjafar njóti jafnræðis og að samkeppni á fjármálamarkaði verði efld. Hlutlægnina á meðal annars að tryggja með því að fela óháðri stofnun, Bankasýslunni, að annast söluna og með hagkvæmni er átt við að alla jafna sé leitað hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir hlutinn. Þetta er allt verulega til bóta og miðar að því að tryggja að reglurnar séu skýrar, þannig að ekki sé hægt að beygja þær og sveigja til að finna kaupendur sem eru pólitískum öflum þóknanlegir, eins og gerðist við fyrri einkavæðingu bankanna. Þó er eitt og annað, sem mætti draga skýrar fram í þessari lagasetningu. Þar er ekki kveðið á um að dreift eignarhald eigi að vera eitt af markmiðum sölu á hlut ríkisins í bönkum, en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis var dregið skýrt fram að þröngt eignarhald væri einn af orsakavöldum bankahrunsins. Eingöngu er vísað til þess í greinargerðinni að dreift eignarhald sé eitt af markmiðum núverandi eigendastefnu ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Sömuleiðis vantar í frumvarpið markmið um að í það minnsta hluti af bréfum ríkisins í bönkunum fari í almennt hlutabréfaútboð, þar sem almenningi gefst kostur á að skrá sig fyrir hlut. Þótt margir séu brenndir eftir að hafa tapað sparnaði sínum, sem þeir höfðu lagt í hlutabréf í gömlu bönkunum, er það nauðsynlegt til að byggja upp traust á bankakerfi framtíðarinnar að gefa viðskiptavinum bankanna kost á að verða jafnframt eigendur þeirra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun