Danir segjast vísa aðgerðum fyrir dóm 26. september 2012 06:30 Össur Skarphéðinsson. „Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Það markverðasta úr samþykkt ráðherraráðsins er sú staðreynd að fram kemur ágreiningur innan þess. Tvær þjóðir á meðal þeirra stærstu í sjávarútvegi, Danir og Þjóðverjar, treystu sér ekki til að styðja tillöguna og sátu hjá," segir Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um staðfestingu ráðherraráðs ESB á refsireglum gegn ríkjum sem stunda veiðar úr stofnum sem ekki hefur verið samið um. Össur segir að Danir hafi skilað bókun þar sem þeir áskilja sér rétt til þess að vísa aðgerðum sem kunna að beinast að Færeyjum til Evrópudómstólsins. „Það þykir mér vasklega gert af þeim og það sem verður niðurstaðan með Færeyjar hlýtur líka að gilda um Ísland. Sömuleiðis er það athyglisvert að Svíar telja sig nauðbeygða til að leggja fram ályktun þar sem undirstrikað er að allar aðgerðir sem gripið verði til skuli vera í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Evrópusambandsins," segir Össur sem segir ekkert annað koma á óvart enda um framhald á samþykkt Evrópuþingsins að ræða. Hann segir það þó ánægjulegt að tekist hafi frá hendi íslenskra stjórnvalda að „nudda út öllum hugmyndum úr makrílhéruðum að banna innflutning frá löndum sem refsa ætti á nánast öllu sem einhvern tímann hefur synt í sjó". Eftir að ráðherraráðið staðfesti nýjar reglur um refsiaðgerðir fagnaði Maria Damanaki, sjávarútvegsstjóri ESB, og sagði þær styrkja stöðu ESB gagnvart Íslandi og Færeyjum í makríldeilunni. Össuri hugnast ekki málflutningur Damanaki. „Mér þótti sjálfum ekki gleðilegt að sjá Damanaki tala eins og blaðafulltrúa fyrir vini okkar og frændur Norðmenn og lýsa því yfir að þeir væru með þeim í þessu stríði. Ég tel það algjörlega óhugsandi að Norðmenn taki þátt í einhverju sem ekki er í fullu samræmi við EES-samninginn." Spurður hversu nálægt Ísland sé að ná samningum við ESB og Noreg um veiðarnar segist Össur telja „að töluvert langt sé á milli okkar og Norðmanna en miklu skemmra milli Íslands og ESB. Við erum fullir samningsvilja, Íslendingar, en við látum ekki kúga okkur." Sigurgeir Þorgeirsson, aðalsamningamaður Íslands í makríldeilunni, segir reglurnar sem samþykktar voru í gær almenns eðlis og nú eigi framkvæmdastjórn ESB eftir að ákveða hvort og með hvaða hætti þeim verður beitt gegn Íslandi. „Við teljum að þær einu heimildir sem þeir geta beitt án þess að brjóta í bága við alþjóðlegar skuldbindingar sínar, þar á meðal viðskiptareglur Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, sé að beita löndunarbanni á makrílveiðiskip." Löndunarbann á makrílveiðiskip er þegar í gildi í höfnum aðildarríkja ESB, en það bann hefur lítil sem engin áhrif fyrir íslenskan sjávarútveg, þar sem ekkert er flutt út af makríl til Evrópusambandsins hvort eð er.- shá, gb
Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira