Innlent

Hættu á Facebook vegna skilaboða á veggjum

Tæpur milljarður notenda
Meira en 955 milljarðar notenda voru skráðir á Facebook í júní síðastliðnum. 
Nordicphotos/Getty
Tæpur milljarður notenda Meira en 955 milljarðar notenda voru skráðir á Facebook í júní síðastliðnum. Nordicphotos/Getty
Miklar umræður spunnust á samfélagsmiðlinum Facebook í gær um að einkaskilaboð úr pósthólfum notenda væru að birtast á veggjum vina þeirra. Fjölmargir Íslendingar ákváðu í kjölfarið að loka reikningum sínum.

Fregnir af meintum galla í öryggiskerfi Facebook birtust fyrst í frönskum fjölmiðlum um helgina. Frakkar höfðu tilkynnt að skilaboð frá tímabilinu 2008 og 2009 væru nú aðgengileg öllum, eins og umræðan hér á landi snerist um í gær.

Forsvarsmenn miðilsins gáfu strax út yfirlýsingu að um væri að ræða gömul skilaboð sem vinir hefðu skrifað á veggi.

Í yfirlýsingunni segir að tæknilið Facebook hafi skoðað málið nákvæmlega og ekki sé um að ræða skilaboð úr innhólfum eða spjalli notenda, heldur einungis gamlar færslur. Hvorki sé um að ræða galla í öryggiskerfi né aðgerðir óprúttinna aðila sem hafi hakkað sig inn í kerfið.

Blaðamaður Guardian velti upp þeirri hugmynd vegna fregnanna, að viðmót Facebook hafi breyst mikið síðan árið 2009 og að notendur átti sig ekki því á að þeir hafi þá látið fleiri athugasemdir falla fyrir allra augum en þeir gera í dag.

„Þetta snýr frekar að sálfræði en friðhelgi einkalífs – við höfum gleymt hversu mikið reynsla okkar af Facebook hefur breyst á þessum stutta tíma," segir í frétt Guardian.

- sv




Fleiri fréttir

Sjá meira


×