Óttast að tóbak og vín flæði til landsins eftir ESB-aðild 27. september 2012 08:30 Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Regluverk Evrópusambandsins (ESB) um það hversu mikið áfengi og tóbak fólk má flytja milli landa er mun rýmra en þær reglur sem nú eru í gildi á Íslandi. Ef það yrði tekið upp mundi það leiða til verulegs tekjutaps fyrir ríkið og meðal annars af þeim sökum fer samninganefnd Íslands við Evrópusambandið fram á fimm ára aðlögunartíma til að taka það upp. Þetta kemur fram í samningsafstöðu Íslands í skattamálum, sem birt hefur verið á netinu. Evrópskar reglur segja til um að á milli landa megi flytja tíu lítra af sterku áfengi, tuttugu lítra af styrktu víni, níutíu lítra af léttvíni (þar af sextíu lítra af freyðivíni), 110 lítra af bjór – samtals 230 lítra af áfengi – 800 sígarettur (fjögur karton), 400 smávindla, 200 vindla og heilt kíló af reyktóbaki. Þetta er margfalt það magn sem Íslendingum er nú heimilt að flytja til landsins, eins og flestir þekkja sem ferðast hafa til útlanda. Í samningsafstöðu Íslands segir að vörugjald af áfengi og tóbaki sé mikilvægur tekjustofn fyrir ríkissjóð Íslands, og hafi verið um fjögur prósent af heildarskatttekjum ársins 2011. Evrópsku reglurnar mundu „augljóslega leiða til verulegs tekjutaps ríkissjóðs", vegna minni sölu í fríhafnarverslunum og Vínbúðum ÁTVR, segir í skjalinu. Því er óskað eftir að fá að taka þetta upp í þrepum á fimm árum. Þá er sérstaklega vikið að fríhafnarversluninni í samnings-afstöðunni, en hún er ekki í samræmi við regluverk ESB. Ekki eru gerðar kröfur þar að lútandi, en þó talin ástæða til að tæpa á álitaefnum í sambandi við hana „vegna félagslegra og svæðisbundinna ástæðna". Þar segir að félagið sem rekur fríhafnarverslanirnar hafi margt fólk í vinnu, „einkum konur, sem búa á Suðurnesjum þar sem hlutfall atvinnuleysis er hæst á Íslandi". Afnám gjaldfrjálsrar verslunar mundi ógna rekstri félagsins og starfsöryggi fólks. Þá sé hér rík hefð fyrir gjaldfrjálsri verslun við komu til landsins og afnámið mundi búa til hvata fyrir fólk að flytja inn hámarksmagn áfengis og tóbaks að utan. „Einnig verður að taka tillit til umhverfis- og öryggisjónarmiða þar sem aukið magn af gjaldfrjálsum vörum um borð (aðallega áfengi), getur einungis aukið losun CO² og dregið úr öryggi," segir í skjalinu. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira