Fimmtungur skulda heimila afskrifaður 28. september 2012 06:00 Barnabætur of lágar Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira