Fimmtungur skulda heimila afskrifaður 28. september 2012 06:00 Barnabætur of lágar Lágar greiðslur vegna barnabóta eru taldar einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum íslenskra stjórnvalda í kreppunni. Fréttablaðið/Vilhelm Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Stjórnvöldum hefur tekist að beita velferðarkerfinu á markvissan hátt til að milda áhrif kreppunnar á lág- og millitekjuhópa. Langstærsti hluti skuldavanda heimilanna var tilkominn fyrir hrun bankanna, sem og greiðsluvandi og erfiðleikar vegna skulda. Um síðustu áramót var búið að afskrifa nærri fimmtung af heildarskuldum heimila og hátt í fimm prósent til viðbótar voru í slíku ferli, samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands um áhrif aðgerða stjórnvalda á skuldavanda, fátækt, fjárhagsþrengingar heimila og atvinnu, sem kynnt var í gær. Helsta gagnrýnin sem skýrsluhöfundar benda á varðandi aðgerðir stjórnvalda í velferðarmálum í kreppunni eru bóta- og lífeyrissjóðagreiðslur. Barnabætur hér á landi eru lágar miðað við nágrannaríkin og hefur skerðing þeirra vegna tekna foreldra verið of brött. Er þetta talinn einn veikasti hlekkurinn í aðgerðum stjórnvalda gegn áhrifum kreppunnar. Skerðing grunnlífeyris vegna tekna úr lífeyrissjóðum hafa komið illa við marga eldri borgara. Þá hefur atvinnulífið ekki tekið eins hratt við sér og búist var við. Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra bendir á í því samhengi að í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2012 sé gert ráð fyrir að verja tveimur og hálfum milljarði króna til hækkunar barnabóta, framlög til húsnæðisbóta verði aukin og einnig framlög til Fæðingarorlofssjóðs. Jafnframt er unnið að breytingum á ellilífeyri þar sem dregið er úr skerðingum og vægi lífeyristekna aukið að því er fram kemur á vef velferðarráðuneytisins. Skýrslan, „Áhrif mótvægisaðgerða á skuldavanda, fátækt og atvinnu", er seinni skýrsla stofnunarinnar af tveimur sem unnar eru fyrir velferðarráðuneytið. Var þetta gert í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að láta fara fram óháða rannsókn á áhrifum fjármálahrunsins á lífskjör þjóðarinnar. Skýrsluhöfundar eru Stefán Ólafsson, Arnaldur Sölvi Kristjánsson og Kolbeinn Stefánsson. Farið var yfir helstu niðurstöður á fundi í velferðarráðuneytinu í gærmorgun. Höfundar notuðu meðal annars skattagögn, önnur opinber talnagögn og skýrslur og niðurstöður innlendra og erlendra kannana. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira