Of margt slæmt og of fátt gott Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 2. október 2012 00:01 Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar. Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira
Dicte Svensson er blaðamaður og skrifar um glæpi. Hún á sér ýmis leyndarmál úr fortíðinni sem hún þarf að takast á við á meðan hún reynir að komast til botns í glæpamáli sem snertir hana sjálfa. Francesca Olsen er í framboði til borgarstjóra Árósa og einnig hún glímir við fortíðina sem hefur bankað upp á með tilheyrandi vandræðum. Raunar má segja að fortíðin og þau leyndarmál sem hún geymir sé gegnumgangandi þema í bókinni Með góðu eða illu eftir Elsebeth Egholm. Hún snýst öðrum þræði um uppgjör og hvernig gamlar syndir hverfa ekki fyrr en horfst hefur verið í augu við þær og ábyrgð tekin á gjörðum sínum. Egholm tekst ágætlega að búa til flókna fléttu þar sem ofið er saman þráðum fortíðar og nútíðar. Flækjan kemur hins vegar niður á framvindu sögunnar. Gallinn við bókina er hve Egholm teygir lopann. Lesendum er haldið volgum, litlum upplýsingamolum hent til þeirra en um leið og eitthvað virðist vera að skýrast er sögunni vikið annað. Slíkur frásagnarmáti gæti gengið ágætlega upp, en í þessu tilviki vantar um of á spennuna. Egholm tekst einfaldlega ekki að kveikja forvitni hjá lesendum til að sagan sé gleypt í sig og hinum fjölmörgu spurningum svarað. Þá gerir bókin um of ráð fyrir að lesandinn þekki forsöguna og hafi lesið fyrri bækur um Dicte Svenson. Aðalpersónur bókarinnar eru haganlega saman settar, en höfundur mætti þó kafa dýpra í margar þeirra. Sagan ber keim af því að vera hluti af stærra höfundaverki um sömu persónur og fleiri bækur þurfi til að skilja þær til fulls. Að því sögðu er bókin haganlega skrifuð, en flókin tengsl og vísanir í fortíðina vega ekki upp á móti því að aðalatriðið í spennusögu, sjálfa spennuna, vantar.
Mest lesið Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Lífið Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta Lífið Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Lífið Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Gagnrýni Unnur Birna og Daði eru nýtt par Lífið Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Lífið Fleiri fréttir Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Sjá meira