Eiguleg afmælisplata Trausti Júlíusson skrifar 4. október 2012 00:01 Ég sé Akureyri Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata. Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Akureyrarbær fagnar 150 ára afmæli á árinu 2012 eins og alkunna er. Af því tilefni samdi Bjarni Hafþór Helgason afmælislag um bæinn, Ég sé Akureyri. Bjarni Hafþór lét ekki þar við sitja heldur fékk til liðs við sig söngvarana Óskar Pétursson og Jóhann Vilhjálmsson og útsetjarann Gunnar Þórðarson til þess að taka upp efni fyrir afmælisplötu. Það gekk eftir og platan Ég sé Akureyri kom út í sumar, gefin út af þeim félögum með stuðningi nokkurra fyrirtækja sem starfa fyrir norðan. Það eru tíu lög á Ég sé Akureyri. Sex þeirra eru sígild dægurlög sem tengjast bænum. Tvö eru ný eftir Gunnar Þórðarson við ljóð eftir Kristján frá Djúpalæk og tvö eru eftir Bjarna Hafþór, fyrrnefnt titillag og lagið Emma, sem er ástaróður til stúlku sem heitir Emma og um leið óður til MA, Menntaskólans á Akureyri. Þetta er ágætis plata. Þarna eru nokkrar vel valdar dægurlagaperlur (Dalakofinn, Litla sæta ljúfa góða, Vor í Vaglaskógi, Svefnljóð…) í breyttum útsetningum og nýju lögin eru vel heppnuð. Þetta er líka allt saman mjög fagmannlega unnið. Á heildina litið er Ég sé Akureyri vel heppnuð og eiguleg afmælisplata.
Mest lesið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira