Besta heimildarmyndin í langan tíma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. október 2012 10:10 Aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, segir í gagnrýni. Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi. Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira
Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi.
Mest lesið Heitasta listapar landsins á djamminu Lífið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Gerðið verði besti staðurinn nálægt borginni til að skoða stjörnur Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can Lífið „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ Lífið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Ekki er allt gull sem glóir Þeir fátæku borga brúsann Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Er Lína Langsokkur woke? Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Barnaefni fyrir fullorðna Balta bregst bogalistin Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Sjá meira