Skáldið á Þröm var enginn aumingi Bergsteinn skrifar 10. október 2012 00:01 Fór að huga að dagbókum Magnúsar Hj. Magnússonar eftir að Steindór Andersen rímnamaður kom honum á sporið. Fréttablaðið/pjetur Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Magnús Hj. Magnússon lifnar við í einleiknum Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm, sem sýnt er í Norðurpólnum um þessar mundir. Ársæll Níelsson, höfundur verksins og leikari, segir fulla ástæðu til að kynna sögu mannsins sem Halldór Laxness byggði Ólaf Kárason á. Þótt nafn Magnúsar Hj. Magnússonar sé ekki á allra vitorði, þekkja vísast flestir til sögu hans í gegnum Heimsljós Halldórs Laxness. Magnús bjó mest alla ævi á norðanverðum Vestfjörðum, lagði stund á fræði og skáldskap og hélt dagbók sem Halldór byggði meðal annars persónu Ólafs Kárasonar Ljósvíkings. „Flestir þekkja til Magnúsar í gegnum Ólaf Kárason, jafnvel þeir sem hafa ekki lesið Heimsljós, hann er bara það stór persóna," segir Ársæll Níelsson, leikari og höfundur einleiksins Ljósvíkingur- Skáldið á Þröm. Verkið var frumflutt á Suðureyri við Súgandafjörð í mars en er nú sýnt í Norðurpólnum á Seltjarnarnesi. Ársæll, sem er Tálknfirðingur að upplagi, flutti á Suðureyri árið 2010 eftir að hafa útskrifast frá The Commedia School í Kaupmannahöfn. „Fljótlega eftir að ég flutti á Suðureyri hitti ég Steindór Andersen rímnamann, sem þá bjó fyrir vestan. Hann benti mér á yfir kaffibolla á áhugavert viðfangsefni, það er að segja Magnús og dagbækur hans sem höfðu verið geymdar á bókasafninu á Suðureyri. Ég fór að kynna mér þennan mann og sá strax að hann hefði verið mjög áhugaverður." Ársæll vann einleikinn upp úr dagbókum Magnúsar og segist hafa viljað gefa fólki færi á að kynnast skáldinu i gegnum eigin orð þess og án gleraugna Halldórs Laxness. „Ég reyndi satt best að segja að halda mig eins mikið frá Heimsljósi og ég gat. Magnús var feiknamikið skáld og ekki síðri penni en Halldór, enda notaði Halldór fjöldamargar málsgreinar úr dagbókum Magnúsar svo til óbreyttar." Spurður hvort hann sé að reyna að rétta hlut Magnúsar að einhverju leyti, svarar Ársæll bæði já og nei. „Ég held að Halldór hafi í raun ekki dregið upp ranga mynd af Magnúsi því í fyrsta lagi er Ólafur Kárason skáldsagnapersóna og í öðru lagi er Magnús ekki eina fyrirmyndin, heldur Þórður Grunnvíkingur líka. Nöfn Ólafs og Magnúsar eru aftur á móti óneitanlega tengd órofa böndum en Ólafur er meiri aumingi en Magnús og ekki jafn góð manneskja. Magnús var góð manneskja en fyrst og fremst sjúklingur." Ljósvíkingur - Skáldið á Þröm verður sýnt átta sinnum í Reykjavík. En sýning er þegar afstaðin en sú síðasta verður 23. október.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira