Falinn hópur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. október 2012 06:00 Geðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma. Enn eru geðfatlaðir þó tiltölulega lítt sýnilegur og þögull hópur í samfélaginu. Sem betur fer eru þó sífellt fleiri sem glíma við, eða hafa glímt við, geðsjúkdóma sem stíga fram og tjá sig um sjúkdóm sinn og aðstæður í því skyni að stuðla að umbótum í málaflokknum. Í þessari viku og þeirri síðustu birtist í Fréttablaðinu röð fréttaskýringa eftir Sunnu Valgerðardóttur blaðamann þar sem fjallað var um stöðu geðfatlaðra á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í fréttaskýringunum var að allt að 20 sjúklingar væru nú fastir á Kleppi að lokinni endurhæfingu þar vegna þess að þeir hefðu í engin hús að venda heima í sínu sveitarfélagi. Ástandið varðandi búsetuúrræði er vitanlega misslæmt eftir sveitarfélögum en ljóst er að til eru sveitarfélög þar sem vart er hægt að hýsa geðfatlað fólk sem þarfnast stuðnings. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna í málefnum geðfatlaðra harðlega. Hann telur félagsleg úrræði skorta mjög og segir að hægt hafi á ferlinu eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríkinu til sveitarfélaga fyrir tveimur árum. Magnús Haraldsson geðlæknir bendir á að samvinna innan kerfisins hafi verið veikur hlekkur í þjónustu við geðfatlaða. Hann bendir einnig á að úrbóta sé þörf á geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslustöðva sem sé skammt á veg komin. Magnús tekur ekki fyrir að fordómar geti átt þátt í því að málaflokkurinn hafi orðið út undan víða og bendir á að fordómar gagnvart geðsjúkdómum fyrirfinnist bæði innan og utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins. Skortur á samhæfingu og mögulegir fordómar kunna ekki góðri lukku að stýra þegar styðja á við afar viðkvæman hóp fólks. Fordómar eru afleiðing vanþekkingar. Á þetta bendir Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, en hún stýrir samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans. Hún ítrekar nauðsyn þess að efnt verði til frekara samstarfs milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. Þekking á geðsjúkdómum sé til staðar innan heilbrigðiskerfisins sem hægt væri að miðla til félagslega kerfisins. Í einhverjum tilvikum gerir fjárskortur að verkum að erfitt getur reynst að bæta þjónustu. Hitt er jafnvíst að með markvissari vinnu og opnara hugarfari er hægt að bæta þjónustu við geðsjúka í bata svo um munar án þess að það þurfi að fela í sér meiri kostnað þegar upp er staðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson Skoðun
Geðsjúkdómar eru yfirleitt miklu meira feimnismál en aðrir sjúkdómar þótt vissulega hafi undanfarin ár dregið úr þeirri leynd og skömm sem loðað hafa við geðsjúkdóma. Talsverður hluti fólks leitar sér þó aðstoðar fagfólks vegna geðrænna kvilla einhvern tíma á lífsleiðinni og enn fleiri myndu áreiðanlega gera það ef sjúkdómurinn væri ekki það feimnismál sem hann er. Talið er að um 23% verði geðsjúkir einhvern tíma á lífsleiðinni en um 2% verða öryrkjar af völdum geðsjúkdóma. Enn eru geðfatlaðir þó tiltölulega lítt sýnilegur og þögull hópur í samfélaginu. Sem betur fer eru þó sífellt fleiri sem glíma við, eða hafa glímt við, geðsjúkdóma sem stíga fram og tjá sig um sjúkdóm sinn og aðstæður í því skyni að stuðla að umbótum í málaflokknum. Í þessari viku og þeirri síðustu birtist í Fréttablaðinu röð fréttaskýringa eftir Sunnu Valgerðardóttur blaðamann þar sem fjallað var um stöðu geðfatlaðra á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í fréttaskýringunum var að allt að 20 sjúklingar væru nú fastir á Kleppi að lokinni endurhæfingu þar vegna þess að þeir hefðu í engin hús að venda heima í sínu sveitarfélagi. Ástandið varðandi búsetuúrræði er vitanlega misslæmt eftir sveitarfélögum en ljóst er að til eru sveitarfélög þar sem vart er hægt að hýsa geðfatlað fólk sem þarfnast stuðnings. Halldór Kolbeinsson, yfirlæknir á Kleppi, gagnrýnir framgöngu sveitarfélaganna í málefnum geðfatlaðra harðlega. Hann telur félagsleg úrræði skorta mjög og segir að hægt hafi á ferlinu eftir að málaflokkurinn fluttist frá ríkinu til sveitarfélaga fyrir tveimur árum. Magnús Haraldsson geðlæknir bendir á að samvinna innan kerfisins hafi verið veikur hlekkur í þjónustu við geðfatlaða. Hann bendir einnig á að úrbóta sé þörf á geðheilbrigðisþjónustu heilsugæslustöðva sem sé skammt á veg komin. Magnús tekur ekki fyrir að fordómar geti átt þátt í því að málaflokkurinn hafi orðið út undan víða og bendir á að fordómar gagnvart geðsjúkdómum fyrirfinnist bæði innan og utan heilbrigðis- og félagslega kerfisins. Skortur á samhæfingu og mögulegir fordómar kunna ekki góðri lukku að stýra þegar styðja á við afar viðkvæman hóp fólks. Fordómar eru afleiðing vanþekkingar. Á þetta bendir Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, en hún stýrir samfélagsteymi á vegum geðsviðs Landspítalans. Hún ítrekar nauðsyn þess að efnt verði til frekara samstarfs milli heilbrigðiskerfisins og félagslegu kerfanna í sveitarfélögunum. Þekking á geðsjúkdómum sé til staðar innan heilbrigðiskerfisins sem hægt væri að miðla til félagslega kerfisins. Í einhverjum tilvikum gerir fjárskortur að verkum að erfitt getur reynst að bæta þjónustu. Hitt er jafnvíst að með markvissari vinnu og opnara hugarfari er hægt að bæta þjónustu við geðsjúka í bata svo um munar án þess að það þurfi að fela í sér meiri kostnað þegar upp er staðið.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun