Ást er allt í kringum okkur 23. október 2012 07:00 Mín fyrsta minning um Kiirtan var þegar ég sá þetta orð skrifað stórum stöfum á krítartöflu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og nemendur boðnir velkomnir. Mér skildist að sá sem stýrði þessu væri karlmaður með gítar og sítt hár, og fannst þetta allt heldur furðulegt. Á sama tíma vissi ég fátt meira heillandi en harða rokkara með sítt hár sem sungu um dauða og djöful. Þetta Kiirtan virtist samt eitthvað einum of. Eftir að ég eignaðist dóttur hið fræga leikskólabarnaár 2010 komst ég að því að dóttir mín fengi seint og illa pláss á leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Ég hugsaði því út fyrir rammann og fékk pláss fyrir hana á einkareknum leikskóla sem jógafélagið Ananda Marga hefur rekið í þrjá áratugi í Litla-Skerjafirði. Á leikskólanum Sælukoti fá börnin grænmetisfæði, þau stunda jóga og kynnast hugleiðslu. Leikskólastjórinn er indversk nunna sem er kölluð Didi, sem þýðir systir. Á hverjum morgni bíður dóttir mín spennt eftir því að hitta „Didi" sem gefur henni hafragraut úr lífrænt ræktuðum höfrum. Á Sælukoti eru aðeins um fjörutíu börn. Biðlistinn er langur og Didi hefur síðustu misseri átt í árangurslitlum viðræðum við Reykjavíkurborg um að stækka leikskólalóðina. Á leikskólanum er sungið um Kalla könguló og Upp upp upp á fjall. Þar er líka sungið Baba Nam Kevalam sem á íslensku útleggst hjá dóttur minni: „Átt er att í kíng um okkr" eða eins og það er skrifað: „Ást er allt í kringum okkur." Það er einmitt mantran Baba Nam Kevalam sem er kyrjuð í Kiirtan sem haldið er í húsnæði leikskólans alla sunnudaga á vegum Ananda Marga. Ég hafði lengi verið á leiðinni og mætti loks fyrir rúmri viku. Það er satt að segja ekki hægt að lýsa upplifuninni af því að kyrja við undirspil með hópi af ókunnugu fólki, sem samt virðist svo kunnugt einmitt þarna á þessari stundu. Þar sem ég stóð á miðju gólfinu með lokuð augu náðu bæði augnablikið og eilífðin tökum á mér, og ég gat ekki annað en brosað. Það var þess vegna sem ég mætti aftur viku seinna. Nú syngjum við dóttir mín Baba Nam Kevalam saman alla daga. Ástin er nefnilega allt í kring um okkur. Við þurfum bara að vera opin fyrir henni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Erla Hlynsdóttir Skoðanir Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun
Mín fyrsta minning um Kiirtan var þegar ég sá þetta orð skrifað stórum stöfum á krítartöflu í Menntaskólanum við Hamrahlíð, og nemendur boðnir velkomnir. Mér skildist að sá sem stýrði þessu væri karlmaður með gítar og sítt hár, og fannst þetta allt heldur furðulegt. Á sama tíma vissi ég fátt meira heillandi en harða rokkara með sítt hár sem sungu um dauða og djöful. Þetta Kiirtan virtist samt eitthvað einum of. Eftir að ég eignaðist dóttur hið fræga leikskólabarnaár 2010 komst ég að því að dóttir mín fengi seint og illa pláss á leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Ég hugsaði því út fyrir rammann og fékk pláss fyrir hana á einkareknum leikskóla sem jógafélagið Ananda Marga hefur rekið í þrjá áratugi í Litla-Skerjafirði. Á leikskólanum Sælukoti fá börnin grænmetisfæði, þau stunda jóga og kynnast hugleiðslu. Leikskólastjórinn er indversk nunna sem er kölluð Didi, sem þýðir systir. Á hverjum morgni bíður dóttir mín spennt eftir því að hitta „Didi" sem gefur henni hafragraut úr lífrænt ræktuðum höfrum. Á Sælukoti eru aðeins um fjörutíu börn. Biðlistinn er langur og Didi hefur síðustu misseri átt í árangurslitlum viðræðum við Reykjavíkurborg um að stækka leikskólalóðina. Á leikskólanum er sungið um Kalla könguló og Upp upp upp á fjall. Þar er líka sungið Baba Nam Kevalam sem á íslensku útleggst hjá dóttur minni: „Átt er att í kíng um okkr" eða eins og það er skrifað: „Ást er allt í kringum okkur." Það er einmitt mantran Baba Nam Kevalam sem er kyrjuð í Kiirtan sem haldið er í húsnæði leikskólans alla sunnudaga á vegum Ananda Marga. Ég hafði lengi verið á leiðinni og mætti loks fyrir rúmri viku. Það er satt að segja ekki hægt að lýsa upplifuninni af því að kyrja við undirspil með hópi af ókunnugu fólki, sem samt virðist svo kunnugt einmitt þarna á þessari stundu. Þar sem ég stóð á miðju gólfinu með lokuð augu náðu bæði augnablikið og eilífðin tökum á mér, og ég gat ekki annað en brosað. Það var þess vegna sem ég mætti aftur viku seinna. Nú syngjum við dóttir mín Baba Nam Kevalam saman alla daga. Ástin er nefnilega allt í kring um okkur. Við þurfum bara að vera opin fyrir henni.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun