Tekist á um hve margir fá að velja á framboðslista 25. október 2012 07:30 formannskjör Höskuldur, Sigmundur Davíð og Páll Magnússon buðu sig allir fram til formanns árið 2009. Sumir heimildarmanna blaðsins líta á slaginn í Norðausturkjördæmi sem framhald af þeirri baráttu.fréttbalaðið/anton Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi tekur ákvörðun um það um helgina hvaða leið verður farin til að velja á framboðslista fyrir næstu Alþingiskosningar. Tveir gefa kost á sér í efsta sæti; Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, og Höskuldur Þórhallsson, þingmaður kjördæmisins. Ákveðið hefur verið að stilla upp á lista í Norðvesturkjördæmi og Reykjavíkurkjördæmunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er ekki útilokað að tillaga um það komi fram í Norðausturkjördæmi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru Sigmundur og fylgismenn hans hlynntir því að tvöfalt kjördæmisþing velji á lista. Í herbúðum Höskuldur og hans fólks er hins vegar vilji fyrir að fara í póstkosningu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að von sé á átakafundi um helgina. Stuðningsmenn Höskuldar telja hann eiga mun meiri möguleika á sigri því fleiri sem taka þátt. Höskuldur nýtur mests stuðnings á þéttbýlasta svæðinu, í kringum Eyjafjörðinn. Sigmundur Davíð sækir hins vegar meiri stuðning á Austurland. Það var fyrir hvatningu þaðan að hann ákvað að gefa kost á sér í formannsembættið á sínum tíma og hann var hvattur til að bjóða sig fram í kjördæminu þá. Reykjavík varð þó fyrir valinu „að sinni" eins og segir í yfirlýsingu hans. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að slagurinn á milli þeirra tveggja sé orðinn mjög harður. Sumir líta á hann sem framhald af átökum þeirra um formannsstólinn. Stuðningsmenn Höskuldar reyna að stilla málinu þannig upp að um baráttu tveggja einstaklinga um efsta sæti á lista sé að ræða og vísa í rætur Höskuldar í kjördæminu. Stuðningsmenn Sigmundar Davíðs vísa hins vegar í að það muni veikja flokkinn mjög ef formaður lúti í lægra haldi. Kjördæmisþingið um helgina verður því að sumu leyti mæling á styrk þeirra innan stofnana flokksins. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira