Prestar, gyðingar og pastellitir innblásturinn 25. október 2012 15:00 Jewlia eftir Jör Guðmundur Jörundsson frumsýnir nýja línu á laugardaginn sem hann segir vera tískulega og um leið innblásna af prestum, gyðingum og pastellitum. Fréttablaðið/vilhelm „Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
„Þetta er tískulegri fatnaður en sá sem ég hef áður gert," segir fatahönnuðurinn Guðmundur Jörundsson sem frumsýnir fatamerkið Jör á laugardaginn. Guðmundur hefur vakið athygli sem yfirhönnuður herrafataverslunar Kormáks og Skjaldar og er einn þeirra sem eiga heiðurinn af vaxandi vinsældum tvíd-efnis hjá íslenskum karlmönnum undanfarin misseri. Fyrsta lína Jör nefnist Jewlia og er væntanleg í fyrrgreinda herrafataverslun með vorinu. „Línan er innblásin af prestum, gyðingum og pastellitum. Mér fannst Jewlia geta verið gott heiti á Gyðingalandi," segir Guðmundur og staðfestir að ákveðnar áherslubreytingar séu á þessu nýja merki sínu í samanburði við það sem hann hefur gert áður. „Þetta er framsæknara, en þó er enn þá sami grunnur. Ég er að vinna mikið áfram með klassísk klæðskerasnið." Guðmundur leggur mikið upp úr vönduðum efnum í línunni. Fatnaðurinn er allur framleiddur í Tyrklandi, í sömu verksmiðju og ítalska merkið Armani og breska merkið Paul Smith. Í línunni er að finna jakkaföt, yfirhafnir, skyrtur og rúllukragaboli í bland við fylgihluti á borð við hatta og sólgleraugu. „Rúllukragabolir eru klárlega málið í vetur. Ég held að það hafi sjaldan verið jafn mikil tískubóla í karlmannstískunni og í ár með rúllukragabolina. Öll tískumerkin voru með rúllukragaboli í fatalínum næsta árs," segir Guðmundur og bætir við að bolirnir eigi að vera þröngir. Fatahönnuðurinn segist stefna á að höfða til breiðs aldurshóps með nýja merkinu, en lína hans fyrir Kormák og Skjöld verður enn til staðar. „Það heldur sínu striki með klassískum sniðum og tvíd-efnum." Á laugardaginn verður Jewlia-línan frumsýnd með pompi og prakt á efstu hæð í Höfðatorgi en Guðmundur vill lítið gefa uppi um sýninguna sjálfa. „Þetta verður skuggalegt og spennandi." alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið Fleiri fréttir Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira