Leikhúsið er hálfpartinn verndaður vinnustaður 1. nóvember 2012 00:01 Ragnar segist hafa notað sama verferli við vinnslu leikritsins og hann hefur gert við vinnslu kvikmynda sinna og þáttaraða. fréttablaðið/anton Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda." Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Jólabarn allt árið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Stutta útgáfan er sú að Magnús Geir borgarleikhússtjóri hefur annað slagið undanfarin ár leitað til mín og spurt hvort ég hafi áhuga á að leikstýra hjá sér. Ég hafði aldrei tíma, var upptekinn við annað, en hafði svo sem alveg áhuga," segir Ragnar. "Magnús gafst svo upp á biðinni í fyrra og við bókuðum þetta í haust. Hann gaf mér algjörlega frítt spil með það hvað ég vildi gera og svo góðu boði gat ég ekki hafnað." Þú ert búinn að vera lengi að þróa verkið, ekki satt? "Ég gekk frá grunnsöguþræði og persónum í fyrra og byrjaði svo að hitta leikarana, einn í einu, í janúar og þróa persónurnar með þeim. Í vor var ég tilbúinn með atriðahandrit og þá tókum við tveggja vikna spuna sem ég festi á filmu. Það varð heilmikill massi af efni, um það bil fjörutíu klukkutímar, sem ég sat svo yfir í tvo mánuði heima í Súðavík í sumar og hamraði út hinn endanlega leiktexta." Er mikill munur á því að vinna í leikhúsinu eða við kvikmyndagerðina? "Það er töluverður munur. Þetta er svona þægileg innivinna en í kvikmyndagerðinni er maður hálfan daginn í bíl að þeytast á milli staða í misjöfnum veðrum og vindum og alltaf eitthvað nýtt að koma upp á. Leikhúsið hins vegar er svona hálfpartinn verndaður vinnustaður. En verkferlið nálgaðist ég á mjög svipaðan hátt og þegar ég er að gera kvikmyndir." Það hefur ekki verið Jón Gnarr sem reddaði þér þessari þægilegu innivinnu, samanber kosningaloforð hans um að útvega vinum sínum slíka vinnu? "Nei, hann hafði nú ekki hönd í bagga held ég, nema hann hafi kannski undirstungið Magnús Geir, ég bara veit það ekki." Talandi um Jón Gnarr, eru einhverjir ódauðlegir karakterar þarna sambærilegir við Vaktakarakterana? "Í augnablikinu finnst mér þeir allir ódauðlegir, en er auðvitað í miðri hringiðunni og kannski ekki dómbær. Tíminn verður að leiða í ljós hvort þeir verða "legendary" en ég get allavega fullyrt að þeir eru mjög eftirminnilegir. Kynjahlutföllin eru líka öll önnur en í Vöktunum, þar var karllægur heimur en hér er upplifun kvenna í forgrunni." Fjallar verkið um rasisma og hatur á innflytjendum? "Einn af útgangspunktum verksins eru fordómar. Þeir birtast í ýmsum myndum og meðal annars er Indíana, aðalpersónan, mjög fordómafull manneskja og bara rasisti, svo það sé sagt hreint út. Í stigaganginum hennar býr fólk héðan og þaðan úr heiminum við litla hrifningu hennar en hún verður líka að kljást við það að stolt hennar og yndi, Gullregnið í garðinum hennar, er líka innflytjandi og á ekki tilverurétt á Íslandi samkvæmt nýrri tilskipun yfirvalda."
Mest lesið „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atari Anthology Leikjavísir Öldurót kynslóðanna Gagnrýni Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Jólabarn allt árið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira