Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax" 11. nóvember 2012 11:00 Orri Vigfússon Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Hlíðarvatn komið í gang og fiskurinn er í hörkutöku Veiði Urriðinn mættur við Kárastaði Veiði Líflegt við opnun Grímsár Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum komin í 9712 fiska Veiði Tíu risaurriðar í Minnivallalæk Veiði Urriðinn er vel haldinn í Laxárdalnum Veiði Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri haldin um helgina Veiði Laxinn mættur í fleiri ár Veiði