Veiðin 2012: "Fyrst og fremst vantaði göngulax" 11. nóvember 2012 11:00 Orri Vigfússon Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði
Orri Vigfússon, formaður NASF og laxabóndi, segir laxveiðina hafa verið dapurlega í sumar. Hann segir að fáeinar ár hafi þó staðist lágmarksvæntingar og nefnir Haffjarðará, Miðfjarðará, Hofsá og Selá. Rangárnar segir hann hafa verið þokkalegar. Hann bendir á að því til viðbótar hafi stórlaxar verið fáir í Laxá í Aðaldal. „Rigningarleysi og langvarandi þurrkur hamlaði göngum en fyrst og fremst vantaði göngulax. Smálaxinn kom víðast hvar illa haldinn úr sjó en stærri laxinn var betur á sig kominn. Svipað var ástandið á laxagöngum í nágrannalöndunum; Kanada, Noregi og Rússlandi, en þar voru haustgöngurnar skárri," segir Orri. Hann bendir á ýmsar skýringar, sveiflur í hafinu sem stangveiðimenn og landeigendur ráði illa við. „Það þurfa því allir að leggja meira á sig til að vernda og auðga þessa dýrmætu auðlind sem villti laxinn er."svavar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið Norðurá aflahæst það sem af er sumri Veiði 10 laxar í Grímsá fyrsta daginn Veiði Villtur lax á tuttugu þúsund krónur kílóið Veiði Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt! Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði 110 sm lax sá stærsti í sumar Veiði Veiðikortið fyrir sumarið 2015 komið út Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði