Seldi kvikmyndaréttinn að Napóleonsskjölunum Freyr Bjarnason skrifar 14. nóvember 2012 14:00 Arnaldi finnst Napóleonsskjölin vel til kvikmyndunar fallin og líst vel á nýju framleiðendurna. fréttablaðið/vilhelm Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar. Bókmenntir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Arnaldur Indriðason hefur undirritað samning við tvo erlenda kvikmyndaframleiðendur, Yellow Bird og Molten Rock Media, sem hafa hug á að kvikmynda bók hans Napóleonsskjölin. „Ég hef fengið fyrirspurnir héðan og þaðan í gegnum árin en ekkert orðið úr þar til núna að mér leist vel á að fá þessa ágætu framleiðendur að myndinni. Þeir hafa sýnt sögunni mikinn áhuga og finnst hún sérstaklega vel fallin til þess að kvikmynda. Ég tel að þeir hafi burði til þess að gera góða mynd úr henni“, segir Arnaldur, spurður út í samninginn. „Það hefur alltaf verið mín skoðun að Napóleonsskjölin hafi margt upp á að bjóða sem alþjóðleg spennumynd. Ekki síst áhugaverða kvenhetju.“ Sænska fyrirtækið Yellow Bird Pictures hefur meðal annars kvikmyndað bækur Hennings Mankell og Cornelíu Funke. Framkvæmdastjóri þess er Oliver Schundler sem hefur framleitt myndirnar Das Boot og The Neverending Story. Hinn aðilinn er Ralph Christians hjá þýska fyrirtækinu Molten Rock Media en hann var m.a. framleiðandi teiknimyndarinnar um Þór sem Óskar Jónasson leikstýrði. Hann hefur sömuleiðis framleitt þrjár sjónvarpsmyndir um Jack Taylor. Handritshöfundur tveggja þeirra er Marteinn Þórisson. Aðspurður um hvort kvikmyndin verði tekin upp á Íslandi og hvenær segir Christians: „Auðvitað tökum við upp á Íslandi. En ég get ekki sagt hvenær. Líklega eftir árið 2014.“ Napóleonsskjölin er þriðja bók Arnaldar og þar kemur lögreglumaðurinn Erlendur hvergi við sögu. Hún segir frá því er gamalt flugvélarbrak kemur upp úr ísnum í Vatnajökli. Af ókunnum ástæðum er bandaríski herinn á Miðnesheiði settur í viðbragðsstöðu. Þegar Kristín, lögfræðingur í utanríkisráðuneytinu, tekur að grafast fyrir um málið er hún rekin á háskalegan flótta til að bjarga lífi sínu. Napóleonsskjölin komu út á liðnu ári í Bandaríkjunum og hafa fengið góða dóma þar. Gagnrýnandinn Leslie Gilbert Elman hjá síðunni Criminalelement.com sagði hana bæði einstaka og heillandi og hún stæði bókum Clives Cussler, Alistairs McLean og Mankells mun framar.
Bókmenntir Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“