Meiri breidd og meiri sveigjanleiki Steinunn Stefánsdóttir skrifar 15. nóvember 2012 06:00 Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til menntunar og fræðslu. Meðal tillagna starfshópsins má nefna að námstími í grunn- og framhaldsskóla verði styttur, áhersla verði lögð á einstaklingsmiðað nám, að samfella milli skólastiga verði aukin og einnig ráðgjöf til ungs fólks um menntun og atvinnu. Þá er lagt til að verk- og tækninámi verði gert hærra undir höfði á öllum skólastigum. Allt eru þetta vel þekkt og meira og minna áður fram sett markmið. Vilji stendur til að auka fjölbreytni í grunnmenntun og að skólakerfið mæti betur þörfum atvinnulífsins til skemmri og lengri tíma litið. Engu að síður er staðan sú að þorri nemenda í framhaldsskólum stundar nám á bóknámsbrautum þrátt fyrir að rannsóknir sýni að áhugi þeirra stendur ekki síður til verknáms og brottfall úr framhaldsskólanámi er óvíða meira en hér á landi. Ekki er fráleitt að tengja þetta tvennt saman, þ.e. að of margir nemendur stundi nám sem höfðar ekki nægilega vel til þeirra og flosni af þeim sökum upp frá námi. Ástæður þess að ekki hefur tekist sem skyldi að byggja upp verk- og tækninám í nægilega miklum mæli eru margar og flóknar. Verklegt nám er til dæmis mun dýrara en bóknám, bæði í stofnkostnaði og rekstri. En það er ekki bara skortur á framboði sem stendur í vegi fyrir því að ungt fólk mennti sig meira á verklega sviðinu. Ekki hefur tekist að skapa verklegu námi sama sess og bóklegu þannig að ungmennunum sjálfum og ekki síður foreldrum þeirra virðist mörgum ekki þykja annað fullnægjandi en bóklegt stúdentspróf. Þetta er hugarfarsleg hindrun sem miklu skiptir að hreyfa við. Meðan ekki tekst að gera verk- og tæknigreinar eftirsóknarverðar mun ekki takast að laða fleiri til náms í þeim greinum, sama hversu mikið námsframboðið er. Það er mikilvægt fyrir atvinnulífið í landinu að hægt sé að sækja menntun sem nýtist því sem best. Það er þó ekki síður mikilvægt fyrir hvert og eitt ungmenni að eiga þess kost að stunda nám sem getur veitt aðgang að góðum og gefandi störfum í framtíðinni. Margt hefur breyst frá því að fólk menntaði sig til ákveðins starfa sem það lagði svo stund á starfsævina á enda, jafnvel á sama vinnustaðnum. Í nútímasamfélagi er algengara að fólk færi sig ekki bara milli vinnustaða heldur einnig starfsgreina. Ungt fólk þarf þannig að eiga þess kost að leggja grunn að fjölbreyttri starfsævi í grunnnámi sínu. Því hlutverki sinnir skólakerfið að mörgu leyti vel. Með meiri fjölbreytni í námsframboði og meiri sveigjanleika myndi það þó uppfylla betur stjórnarskrárákvæðið um að öllum sé tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi, er heiti skýrslu með tillögum um samþættingu menntunar og atvinnu sem kynnt var nú í vikunni. Skýrslan er unnin af starfshópi sem skipaður var af forsætisráðuneytinu og titillinn vísar til skilaboða stjórnarskrárinnar um rétt borgaranna til menntunar og fræðslu. Meðal tillagna starfshópsins má nefna að námstími í grunn- og framhaldsskóla verði styttur, áhersla verði lögð á einstaklingsmiðað nám, að samfella milli skólastiga verði aukin og einnig ráðgjöf til ungs fólks um menntun og atvinnu. Þá er lagt til að verk- og tækninámi verði gert hærra undir höfði á öllum skólastigum. Allt eru þetta vel þekkt og meira og minna áður fram sett markmið. Vilji stendur til að auka fjölbreytni í grunnmenntun og að skólakerfið mæti betur þörfum atvinnulífsins til skemmri og lengri tíma litið. Engu að síður er staðan sú að þorri nemenda í framhaldsskólum stundar nám á bóknámsbrautum þrátt fyrir að rannsóknir sýni að áhugi þeirra stendur ekki síður til verknáms og brottfall úr framhaldsskólanámi er óvíða meira en hér á landi. Ekki er fráleitt að tengja þetta tvennt saman, þ.e. að of margir nemendur stundi nám sem höfðar ekki nægilega vel til þeirra og flosni af þeim sökum upp frá námi. Ástæður þess að ekki hefur tekist sem skyldi að byggja upp verk- og tækninám í nægilega miklum mæli eru margar og flóknar. Verklegt nám er til dæmis mun dýrara en bóknám, bæði í stofnkostnaði og rekstri. En það er ekki bara skortur á framboði sem stendur í vegi fyrir því að ungt fólk mennti sig meira á verklega sviðinu. Ekki hefur tekist að skapa verklegu námi sama sess og bóklegu þannig að ungmennunum sjálfum og ekki síður foreldrum þeirra virðist mörgum ekki þykja annað fullnægjandi en bóklegt stúdentspróf. Þetta er hugarfarsleg hindrun sem miklu skiptir að hreyfa við. Meðan ekki tekst að gera verk- og tæknigreinar eftirsóknarverðar mun ekki takast að laða fleiri til náms í þeim greinum, sama hversu mikið námsframboðið er. Það er mikilvægt fyrir atvinnulífið í landinu að hægt sé að sækja menntun sem nýtist því sem best. Það er þó ekki síður mikilvægt fyrir hvert og eitt ungmenni að eiga þess kost að stunda nám sem getur veitt aðgang að góðum og gefandi störfum í framtíðinni. Margt hefur breyst frá því að fólk menntaði sig til ákveðins starfa sem það lagði svo stund á starfsævina á enda, jafnvel á sama vinnustaðnum. Í nútímasamfélagi er algengara að fólk færi sig ekki bara milli vinnustaða heldur einnig starfsgreina. Ungt fólk þarf þannig að eiga þess kost að leggja grunn að fjölbreyttri starfsævi í grunnnámi sínu. Því hlutverki sinnir skólakerfið að mörgu leyti vel. Með meiri fjölbreytni í námsframboði og meiri sveigjanleika myndi það þó uppfylla betur stjórnarskrárákvæðið um að öllum sé tryggður í lögum réttur til almennrar menntunar og fræðslu við sitt hæfi.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun