Ekki meir, Eir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 19. nóvember 2012 06:00 Daglega berast nýjar fréttir af vafasömum fjármálaákvörðunum hjá Hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir helgi komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, hefði farið á svig við fjöldamörg lög og reglur þegar hann lét heimilið greiða utanlandsferð fyrir tengdason sinn og dóttur, sem endurgjald fyrir lögfræðistörf tengdasonarins. Sigurður endurgreiddi féð snarlega, svo og brúðargjöf, sem heimilið hafði gefið Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Eirar og arftaka Sigurðar í framkvæmdastjórastólnum. Sigurður heldur því fram að Vilhjálmur hafi farið fram á gjöfina, en því neitar sá síðarnefndi staðfastlega. Svo mikið má fullyrða að heldur frjálslega hafi verið farið með fé í rekstri, sem að stórum hluta er greiddur af skattgreiðendum. Þessi mál, sem ekki snúast um svimandi fjárhæðir, mega ekki yfirskyggja stóra vandamálið hjá Eir, sem er mjög erfið fjárhagsstaða hjúkrunarheimilisins. Eigið fé þess er neikvætt og það gæti farið í þrot ef ekkert verður að gert. Þessi vonda staða er til komin vegna rangra ákvarðana eftir hrun, þegar ákveðið var að halda til streitu áformum um byggingu svokallaðra öryggisíbúða, þar sem aldrað fólk greiðir fyrir íbúðarrétt og á að geta fengið fé sitt endurgreitt þegar það fer úr íbúðinni. Íbúarnir eiga nú inni yfir tvo milljarða króna hjá Eir. Fari heimilið í þrot, eiga lánardrottnar á borð við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði veð fyrir lánum sínum, en gamla fólkið getur tapað öllu sínu. Það er að sjálfsögðu staða sem þarf að reyna að koma í veg fyrir með öllum ráðum. Öryggisíbúðirnar eru reknar af svokölluðum Húsrekstrarsjóði Eirar og það er hann sem stendur afleitlega. Rekstur sjálfs hjúkrunarheimilisins er í lagi, en vegna þeirrar óvenjulegu ákvörðunar að hafa rekstur hjúkrunarheimilisins og íbúðanna á sömu kennitölu, getur staða Húsrekstrarsjóðsins bitnað á allri starfseminni. Ríkisútvarpið sagði frá því í gærkvöldi að sjóðurinn hefði undanfarin ár tekið fé að láni hjá hjúkrunarheimili Eirar, þrátt fyrir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að slíkt væri óheimilt. Alvarleg staða Eirar virðist ekki hafa orðið ljós fyrr en á síðustu mánuðum, eftir að nýr framkvæmdastjóri tók við rekstrinum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður sagði af sér eftir að hann hafði meðal annars verið sakaður um að leyna stjórnina upplýsingum um stöðu mála á meðan hann var framkvæmdastjóri. Það var rétt ákvörðun. Hins vegar er óskiljanlegt að öll stjórnin skuli ekki hafa tekið sömu ákvörðun. Það virðist alveg augljóst að hún hefur brugðizt eftirlitshlutverki sínu og að á hennar vakt hafa verið teknar bæði smáar og stórar kolrangar ákvarðanir. Það er orðið tímabært að lofta út úr öllum kompum hjá Eir, að stjórnin víki og ný taki við og rækileg úttekt verði gerð á öllum rekstri hjúkrunarheimilisins síðustu árin. Þetta þarf að gerast samhliða því að reynt er að endurskipuleggja reksturinn, með hagsmuni skjólstæðinga Eirar að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Daglega berast nýjar fréttir af vafasömum fjármálaákvörðunum hjá Hjúkrunarheimilinu Eir. Fyrir helgi komst Ríkisendurskoðun að þeirri niðurstöðu að fyrrverandi framkvæmdastjóri Eirar, Sigurður Helgi Guðmundsson, hefði farið á svig við fjöldamörg lög og reglur þegar hann lét heimilið greiða utanlandsferð fyrir tengdason sinn og dóttur, sem endurgjald fyrir lögfræðistörf tengdasonarins. Sigurður endurgreiddi féð snarlega, svo og brúðargjöf, sem heimilið hafði gefið Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, fyrrverandi stjórnarformanni Eirar og arftaka Sigurðar í framkvæmdastjórastólnum. Sigurður heldur því fram að Vilhjálmur hafi farið fram á gjöfina, en því neitar sá síðarnefndi staðfastlega. Svo mikið má fullyrða að heldur frjálslega hafi verið farið með fé í rekstri, sem að stórum hluta er greiddur af skattgreiðendum. Þessi mál, sem ekki snúast um svimandi fjárhæðir, mega ekki yfirskyggja stóra vandamálið hjá Eir, sem er mjög erfið fjárhagsstaða hjúkrunarheimilisins. Eigið fé þess er neikvætt og það gæti farið í þrot ef ekkert verður að gert. Þessi vonda staða er til komin vegna rangra ákvarðana eftir hrun, þegar ákveðið var að halda til streitu áformum um byggingu svokallaðra öryggisíbúða, þar sem aldrað fólk greiðir fyrir íbúðarrétt og á að geta fengið fé sitt endurgreitt þegar það fer úr íbúðinni. Íbúarnir eiga nú inni yfir tvo milljarða króna hjá Eir. Fari heimilið í þrot, eiga lánardrottnar á borð við Íbúðalánasjóð og lífeyrissjóði veð fyrir lánum sínum, en gamla fólkið getur tapað öllu sínu. Það er að sjálfsögðu staða sem þarf að reyna að koma í veg fyrir með öllum ráðum. Öryggisíbúðirnar eru reknar af svokölluðum Húsrekstrarsjóði Eirar og það er hann sem stendur afleitlega. Rekstur sjálfs hjúkrunarheimilisins er í lagi, en vegna þeirrar óvenjulegu ákvörðunar að hafa rekstur hjúkrunarheimilisins og íbúðanna á sömu kennitölu, getur staða Húsrekstrarsjóðsins bitnað á allri starfseminni. Ríkisútvarpið sagði frá því í gærkvöldi að sjóðurinn hefði undanfarin ár tekið fé að láni hjá hjúkrunarheimili Eirar, þrátt fyrir ábendingar Ríkisendurskoðunar um að slíkt væri óheimilt. Alvarleg staða Eirar virðist ekki hafa orðið ljós fyrr en á síðustu mánuðum, eftir að nýr framkvæmdastjóri tók við rekstrinum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson stjórnarformaður sagði af sér eftir að hann hafði meðal annars verið sakaður um að leyna stjórnina upplýsingum um stöðu mála á meðan hann var framkvæmdastjóri. Það var rétt ákvörðun. Hins vegar er óskiljanlegt að öll stjórnin skuli ekki hafa tekið sömu ákvörðun. Það virðist alveg augljóst að hún hefur brugðizt eftirlitshlutverki sínu og að á hennar vakt hafa verið teknar bæði smáar og stórar kolrangar ákvarðanir. Það er orðið tímabært að lofta út úr öllum kompum hjá Eir, að stjórnin víki og ný taki við og rækileg úttekt verði gerð á öllum rekstri hjúkrunarheimilisins síðustu árin. Þetta þarf að gerast samhliða því að reynt er að endurskipuleggja reksturinn, með hagsmuni skjólstæðinga Eirar að leiðarljósi.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun