Ræða lagasetningu vegna lánsveða lífeyrissjóðanna - Fréttaskýring kolbeinn@frettabladid.is skrifar 20. nóvember 2012 06:00 húsnæði Mikið af lánum lífeyrissjóðanna er með lánsveðum í annarra eignum. Viðræður við ríkisstjórnina um lausn á deilunni hafa engu skilað.fréttablaðið/vilhelm Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist. Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Deilan á milli lífeyrissjóðanna og stjórnvalda um aðkomu sjóðanna að sértækum aðgerðum fyrir skuldara og fjárfestingum í kjölfar hrunsins hefur siglt í strand. Ríkisstjórnin ræðir málið á fundi sínum í dag, en Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan stjórnkerfisins séu nú allar leiðir skoðaðar; þar með talið að setja lög á sjóðina. Upphaf deilunnar má rekja til viljayfirlýsingar ríkisstjórnar, lífeyrissjóða og fjármálastofnana frá desember 2010. Þar var tilkynnt um aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna og sagt að heildarumfangið yrði yfir 100 milljarðar króna. Viðræður um hvernig aðkomu lífeyrissjóðanna yrði háttað sigldu hins vegar í strand. Sjóðirnir sögðust ekki geta, vegna laga, fellt niður innheimtanlegar kröfur og væri því óheimilt að koma að skuldaaðlögun. Þá fóru í gang viðræður um þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum verkefnum, en lítið hefur orðið úr þeim. Arnar Sigurmundsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, hefur tekið þátt í viðræðunum fyrir þeirra hönd. Hann segir að þegar samið var við fjármálaráðuneytið 8. febrúar, um þátttöku í gjaldeyrisútboði, hafi sjóðirnir litið svo á að þeir hefðu uppfyllt sitt. Fella ætti sérstakan skatt á lífeyrissjóðina, sem skila átti 2,8 milljörðum, niður vegna útboðanna. „Það lá fyrir að helmingurinn af upphæðinni var strax í gjaldeyrisútboði viku síðar, eða 15. febrúar, það voru yfir 100 milljónir evra. Búið var að reikna út hagnað ríkisins af þeim viðskiptum og bara þau viðskipti áttu að duga til að klára annað árið," segir hann, og vísar þar til 2,8 milljarða sem útboðið átti að skila í ríkissjóð. Í ljós hafi hins vegar komið að hagnaður ríkisins var mun lægri en reiknað hafi verið með. Þau mistök séu ekki sjóðunum að kenna og því sé fráleitt að standa ekki við samkomulagið um að fella skattinn niður bæði árin. Arnar segir að í viljayfirlýsingunni frá 2010 sé kveðið á um að lífeyrissjóðirnir taki þátt í fjármögnun. Reynt hafi verið að finna leiðir til þess, en það ekki tekist.
Fréttir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira