Orðar bann á almenn lán hjá lífeyrissjóðum kóp skrifar 20. nóvember 2012 06:00 Björn Valur Gíslason Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.- Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira
Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, segir að lífeyrissjóðir hafi ekki viljað taka þátt í því að bregðast við efnahagshruninu, hvorki með niðurfellingu skulda né fjárfestingum. Hann segir að þeir skáki í skjóli lánsveða sem séu trygg og vilji því lítið sem ekkert gera. Björn Valur segir að tímabært sé að íhuga breytingar á lögum um lífeyrissjóði, leysist ekki úr málunum. Ekki sé hægt að breyta lögum afturvirkt en huga þurfi að framtíðinni. „Við getum sagt við þá: nú eruð þið að lána einstaklingum til langs tíma, 20, 30, 40 ár. Það er langur tími, það er hálf mannsævi og það getur ýmislegt gerst, eins og dæmin sanna. Dæmin sanna líka að þið eruð ekki tilbúnir til að taka mikinn þátt í því ef eitthvað gerist." Björn Valur vill skoða tvennt. Íhuga þurfi hvort skuldbinda eigi lífeyrissjóðina til að leggja í varasjóð til að bregðast við áföllum. Flestir lánveitendur geri það, en ekki lífeyrissjóðirnir þar sem þeir láni fyrst og fremst út á veð hjá lántakendum. „Hitt væri kannski það sem er auðvitað róttækt að gera, en maður spyr sig í ljósi reynslunnar hvort það sé kannski nauðsynlegt, það er að segja að lífeyrissjóðunum verði hreinlega óheimilt að vera á lánamarkaði til einstaklinga." Séu lífeyrissjóðirnir ekki tilbúnir til þess að bera sömu samfélagslegu ábyrgð gagnvart lántakendum og krafa er gerð um til ríkisins og jafnvel bankanna verði að skoða þetta. „Ef þú vilt þetta ekki þá er bara spurning, ágæti lífeyrissjóður, hvort þú eigir ekki bara að taka þátt í skuldabréfakaupum og gjaldeyriskaupum og slíku, en ekki vera að offra sjóðfélögum með persónulegum lánveitingum." Björn segir að reynt hafi verið að fá lífeyrissjóðina til að taka þátt í ýmsum stórum fjárfestingum, en þeir einatt skorast undan. Þeir vilji hærri vexti en ríkið geti borgað eða sjálft fengið erlendis. Þannig haldi þeir uppi vaxtastigi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að málefni lífeyrissjóðanna verði rædd á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Raddir um einhvers konar lagasetningu séu orðnar háværari.-
Fréttir Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí Sjá meira