Þúsundir gætu keppt í Járnkarli á Suðurlandi gar@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 Laugarvatn Talsmaður Ironman athugar nú möguleika á því að gera Laugarvatn að miðpunkti fyrir slíka þríþrautarkeppni á Íslandi. Vísir World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar." Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
World Triathlon Corporation í Flórída sem staðið hefur fyrir þríþrautarkeppninni Ironman í 34 ár hefur hug á að efna til slíkrar keppni á Íslandi. „Ironman Iceland væri fyrir okkur nýr, einstakur og spennandi möguleiki," segir Sigurður Á. Martinsson í erindi sem hann sendir á vegum erlenda fyrirtækisins til sveitarstjórna í uppsveitum Árnessýslu. Segir hann Ironmenn og -konur hafa áhuga á að keppa í norrænu umhverfi. Samkvæmt hugmyndinni sem Sigurður kynnir á að synda 3,8 kílómetra í Laugarvatni, hjóla 180 kílómetra þaðan til Hveragerðis og til baka og hlaupa maraþon yfir að Þingvallavatni og til baka á Laugarvatn. Sigurður telur mikið verðmæti felast í keppnishaldinu fyrir heimamenn. „Þríþrautarkeppendur eru gjarnan „high net-worth" einstaklingar sem ferðast mikið. Vel heppnuð þríþrautarkeppni leiðir oft til endurkomu keppenda í mörg ár," segir Sigurður í erindinu og bendir á að fjöldi keppenda geti orðið allt að fimm þúsund konur og karlar. „Flestir Ironman-keppendur eru í landinu þar sem keppnin er haldin í að minnsta kosti viku og oft töluvert lengur og hafa gjarnan með sér vini og vandamenn." Þá segir Sigurður að um sé að ræða markaðssetningu á Íslandi á heimsvísu, meðal annars með áherslu á stórbrotna náttúrufegurð og heilbrigða og hrausta þjóð. Byggðaráð Bláskógabyggðar segir verkefnið spennandi og lýsir sig reiðubúið til viðræðna við skipuleggjendur keppninnar. Sveitarstjórn Grímsness- og Grafningshrepps kveðst sömuleiðis jákvæð. Valtýr Valtýsson, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir boltann nú hjá keppnishöldurunum. „Þetta er auðvitað stór og mikill viðburður erlendis. Alla svona viðburði, sem geta auðgað samfélagið hér, erum við að sjálfsögðu tilbúin að ræða," segir Valtýr. Helga Árnadóttir tók þátt í Ironman í Kaupmannahöfn ásamt eiginmanni sínum árið 2010. Hún kveðst afar jákvæð gagnvart því að keppnin fari fram á Íslandi. „Það eru margir Íslendingar sem hafa áhuga á að taka þátt en það eru kostir og gallar. Veðrið getur sett strik í reikninginn," segir Helga, sem líst vel á Laugarvatn fyrir keppnina. „Að synda í vatni eða sjó er oft ekki einfalt en ég held að Laugarvatn geti verið heppilegt því það er ekki svo kalt, sérstaklega ef það er keppt um hásumar."
Fréttir Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira