Innlent

Ósátt bæjarráð í Vesturbyggð

Bíldudalskirkja Embætti sóknarprestsins verður lagt af.
Bíldudalskirkja Embætti sóknarprestsins verður lagt af.
„Enn og aftur upplifa íbúar sunnanverðra Vestfjarða að opinber störf eru lögð niður með tilheyrandi neikvæðum áhrifum og byggðaröskun," segir bæjarráð Vesturbyggðar sem kveðst harma ákvörðun Kirkjuþings um að sameina prestaköll á sunnanverðum Vestfjörðum og leggja niður embætti sóknarprests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli sem jafnframt þjónaði Barðaströnd.

„Bæjarráð krefst þess að Biskupsstofa komi með 50 prósenta starf á móti því sem lagt er niður, til þess að starfið verði eftirsóknarverðara til umsóknar." - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×