Innlent

Krakkar verða í spennistöðinni

Geymslan Orkuveitan farin og börnin bíða.
Geymslan Orkuveitan farin og börnin bíða.
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkurborgar samþykkti í gær að gamalli spennistöð við Austurbæjarskóla sem Orkuveitan nýtti síðast sem geymslu yrði breytt í félags- og menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga og aðra íbúa hverfisins.

„Í fjárfestingaráætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár er gert ráð fyrir að 20 milljónum króna verði varið til þessa verkefnis. Skóla- og frístundaráð telur þá fjárveitingu skynsamlega sem fyrsta skrefið við endurbyggingu spennistöðvarinnar svo draumurinn um félags- og menningarmiðstöð fyrir börn og unglinga í 101 geti orðið að veruleika," segir í bókun ráðsins, sem áætlar að framkvæmdir hefjist á næsta ári. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×