Innlent

Stjórnin jákvæð í garð kísilverksmiðju

Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, spurði Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra út í stuðning ríkisstjórnarinnar við fyrirhugaða kísiliðju þýska fyrirtækisins CCP á Húsavík. Ætlað er að hún nýti orku úr Bjarnarflagi og Þeistareykjum.

Bjarni sagði Landsvirkjun reiðubúna til að ljúka samningum um mitt næsta ár, en opinberan stuðning varðandi samgöngu- og hafnarbætur skorti. Hann spurði hvort eðli verksmiðjunnar réði einhverju um stuðning stjórnarinnar.

„Hvort það skipti máli að hér er um kísilverksmiðju að ræða, þar sem kísilverksmiðjur eru jú talsvert verri í mengunarlegu tilliti en til dæmis álver," spurði Bjarni, en álver væru stjórninni ekki þóknanleg.

Jóhanna sagði að stjórnin væri jákvæð gagnvart samgöngu- og hafnarbótum í tengslum við verkefnið.

„Við styðjum auðvitað öll verkefni, innlend sem erlend, að því er varðar atvinnuuppbyggingu og fjárfestingar, svo fremi sem það rúmist innan laga og reglna og alþjóðasamninga sem við erum aðilar að."

Bjarni taldi svör forsætisráðherra sýna að stjórnin væri ekki tilbúin og gæti ekki svarað því hvort verkefnið rúmaðist innan áætlana eða alþjóðasamninga.

„Landsvirkjun er tilbúin, en ríkisstjórnin er ekki tilbúin. Það er hin dapra staðreynd þessa máls."- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×