Ver raddböndin í rúllukraga 24. nóvember 2012 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. Fréttablaðið/Vilhelm Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari.
Lífið Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira