Ver raddböndin í rúllukraga 24. nóvember 2012 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. Fréttablaðið/Vilhelm Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari.
Lífið Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira