Eftirsótt viðurkenning í bransanum 4. desember 2012 06:00 Rúnar Ingi Einarsson er ánægður með að auglýsing hans komst í úrval auglýsinga á síðunni Shots.net. "Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Þetta er eins og fyrir líffræðing að fá birta grein eftir sig í National Geographic,“ segir leikstjórinn Rúnar Ingi Einarsson. Auglýsing sem hann gerði fyrir Prince Polo-súkkulaðið hefur verið valin í úrval á vefsíðunni Shots.net, sem er einn helsti auglýsingamiðill heims. Í hverri viku velur Shots.net nokkrar af bestu auglýsingum í heiminum til að fjalla um á síðunni og að þessu sinni komst auglýsing Rúnars Inga gegnum síuna. Auglýsingin er gerð af Fíton og Pegasus og var tekin upp á einum degi í sumar við Skógafoss. "Við vorum að reyna að endurskapa íslenska ættarmótsstemmingu og hefðina fyrir súkkulaðinu. Þarna voru um 50 leikarar og nokkur dýr með tilheyrandi erfiðleikum í kringum það. Þessi auglýsing var í erfiðari kantinum svo það er kærkomið að fá þessa viðurkenningu,“ segir hinn efnilegi Rúnar Ingi, en áður hefur birst við hann viðtal á Shots.net. Auglýsingin var gerð fyrir íslenskan markað og eru sýningar á henni nýhafnar. Rúnar Ingi segir birtinguna gríðarlega mikilvæga fyrir sig og þá sem að auglýsingunni stóðu. "Þetta sýnir að við erum alveg á sama stigi og auglýsingaframleiðendur úti í heimi og mikil viðurkenning og heiður fyrir okkur,“ segir Rúnar Ingi, sem þegar er farinn að finna fyrir afrakstri birtingarinnar hjá Shots. "Ég er byrjaður að fá póst utan úr heimi svo þetta er að opna einhverjar dyr.“ - áp
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira