Virðing fyrir næstu kynslóð 21. desember 2012 06:00 Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota. Hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint til að ná utan um þessa hugsun. Hugtakið er skilgreint sem mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í þessu sambandi oft notað hugtakið jafnrétti kynslóða og leggur þar með áherslu á að ekki sé með nýtingu á hverjum tíma gengið á rétt þeirra sem eftir koma. Íslensk ungmenni hafa ekki eins miklar áhyggjur af því hvernig mennirnir umgangast jörðina og jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópulöndum hafa að meðaltali. Þetta sýnir nýleg Pisa-könnun þar sem meðal annars er spurt um áhyggjur af loftmengun, orkuskorti og útrýmingu plantna og dýra. Engan skyldi undra áhyggjuleysi ungmennanna því áhyggjuleysi fullorðinna Íslendinga birtist hvarvetna dag hvern. Þótt eingöngu sé litið til frétta allra síðustu daga birtast dæmin; skólpmál og meðferð sorps hafa til dæmis verið umfjöllunarefni í fréttaskýringum hér í blaðinu síðustu daga. Hér virðist lenskan vera sú að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af umhverfistengdum málefnum vegna þess hversu stórt landið er, það sé sama hversu illa við umgöngumst landið því það hverfur meira og minna í flæminu. Þessa sýn verður að uppræta. Skólar, og þar með talin öll skólastig, skipta sköpum hvað þetta varðar. Fyrrnefnd könnun leiddi einmitt í ljós að viðhorf ungmenna til umhverfismála mótast fremur af skólanum en viðhorfum foreldra þeirra. Sjálfbærni er enda einn sex skilgreindra grunnþátta menntunar ásamt læsi, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun í aðalnámskrá allra skólastiga. Þetta leggur vitanlega skyldu á hendur skólunum. Skólunum er í sjálfsvald sett með hvaða hætti þeir sinna skyldu sinni um að uppfræða nemendur um sjálfbærni. Hins vegar felst bæði aðhald og stuðningur í því að taka þátt í sameiginlegu verkefni eins og Grænfánaverkefni Landverndar. Nú taka rúmlega 200 skólar á öllum skólastigum þátt í því verkefni. Markmið þess er að veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál en einnig að bæta umhverfi skólanna, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Ógnir sem steðja að umhverfinu eru margháttaðar. Sums staðar í heiminum stafa þær af fátækt en annars staðar af ofgnótt. Alls staðar er verkefnið að kenna börnum og ungu fólki að umgangast jörðina af virðingu jafn brýnt því það er órjúfanlegur þáttur af því að vera ábyrg manneskja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun
Ein af frumskyldum þeirra sem byggja jörðina hverju sinni er að skila henni áfram til niðja sinna í jafngóðu ástandi og við henni var tekið, þ.e. að nýting á gæðum jarðar hverju sinni dragi ekki úr möguleikum þeirra sem landið erfa á að nýta og nota. Hugtakið sjálfbær þróun var skilgreint til að ná utan um þessa hugsun. Hugtakið er skilgreint sem mannleg starfsemi sem fullnægir þörfum samtímans án þess að draga úr möguleikum framtíðarkynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Svandís Svavarsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra hefur í þessu sambandi oft notað hugtakið jafnrétti kynslóða og leggur þar með áherslu á að ekki sé með nýtingu á hverjum tíma gengið á rétt þeirra sem eftir koma. Íslensk ungmenni hafa ekki eins miklar áhyggjur af því hvernig mennirnir umgangast jörðina og jafnaldrar þeirra í öðrum Evrópulöndum hafa að meðaltali. Þetta sýnir nýleg Pisa-könnun þar sem meðal annars er spurt um áhyggjur af loftmengun, orkuskorti og útrýmingu plantna og dýra. Engan skyldi undra áhyggjuleysi ungmennanna því áhyggjuleysi fullorðinna Íslendinga birtist hvarvetna dag hvern. Þótt eingöngu sé litið til frétta allra síðustu daga birtast dæmin; skólpmál og meðferð sorps hafa til dæmis verið umfjöllunarefni í fréttaskýringum hér í blaðinu síðustu daga. Hér virðist lenskan vera sú að Íslendingar þurfi ekki að hafa áhyggjur af umhverfistengdum málefnum vegna þess hversu stórt landið er, það sé sama hversu illa við umgöngumst landið því það hverfur meira og minna í flæminu. Þessa sýn verður að uppræta. Skólar, og þar með talin öll skólastig, skipta sköpum hvað þetta varðar. Fyrrnefnd könnun leiddi einmitt í ljós að viðhorf ungmenna til umhverfismála mótast fremur af skólanum en viðhorfum foreldra þeirra. Sjálfbærni er enda einn sex skilgreindra grunnþátta menntunar ásamt læsi, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindum, jafnrétti og sköpun í aðalnámskrá allra skólastiga. Þetta leggur vitanlega skyldu á hendur skólunum. Skólunum er í sjálfsvald sett með hvaða hætti þeir sinna skyldu sinni um að uppfræða nemendur um sjálfbærni. Hins vegar felst bæði aðhald og stuðningur í því að taka þátt í sameiginlegu verkefni eins og Grænfánaverkefni Landverndar. Nú taka rúmlega 200 skólar á öllum skólastigum þátt í því verkefni. Markmið þess er að veita nemendum menntun og færni til að takast á við umhverfismál en einnig að bæta umhverfi skólanna, minnka úrgang og notkun á vatni og orku. Ógnir sem steðja að umhverfinu eru margháttaðar. Sums staðar í heiminum stafa þær af fátækt en annars staðar af ofgnótt. Alls staðar er verkefnið að kenna börnum og ungu fólki að umgangast jörðina af virðingu jafn brýnt því það er órjúfanlegur þáttur af því að vera ábyrg manneskja.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun