Tíra í skammdeginu haukur@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 08:00 Alice Olivia Clarke „Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“ Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Fleiri fréttir Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp