Óhugnaður í jólaös borgarinnar 22. desember 2012 11:00 Bjóða í bíó Mundi Vondi og Snorri Ásmundsson bjóða á jólastuttmyndina Santa's Night Out í Bíói Paradís á morgun. "Það er fínt að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur,“ segir Snorri.Mynd/GVA „Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt Lífið Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Við erum báðir krónískir óþekktarangar svo maður heldur oftast með vonda karlinum í kvikmyndum," segir Snorri Ásmundsson sem fer með aðalhlutverk í óhugnanlegu jólastuttmyndinni Santa's Night Out. Leikstjórn var í höndum Munda vonda og bjóða þeir á sýningu hennar í Bíói Paradís á morgun kl. 20. „Salurinn tekur 250 manns í sæti svo við hvetjum fólk til að mæta stundvíslega til að tryggja sér sæti," segir Snorri en það er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. „Það er fínt í jólaösinni að koma við og horfa á þessa mynd í 17 mínútur." Hann bætir þó við að myndin höfði ekki til barna því hún sé nefnilega verulega óhugnanleg. „En samt finnst manni hún fyndin. Þetta gerist um jól og er um jólasveina í jólaösinni í Reykjavík. Við tókum meðal annars upp á Hótel Borg og hjá Sævari Karli," segir Snorri, sem fer með hlutverk eldri jólasveins. Á móti honum leikur Atli Óskar Fjalarsson yngri jólasvein. Ásamt þeim leika þau Jón Júlíusson, Alexander Briem og Tinna Bergs. Fyrir utan sýningu á stuttmyndinni stendur Snorri fyrir sölusýningu á vinnustofu sinni á þriðju hæð á Nýlendugötu 14. Þar sýnir hann verk frá árunum 2007 til dagsins í dag. Sýningin er liður í fjármögnun fyrir næsta verkefni Snorra en hann heldur til Súrínam í Suður-Ameríku í byrjun næsta árs en þar mun hann dvelja um nokkura mánaða skeið og vinna verk með frumskógarindíánum Amazon. „Þetta er spennandi því ég er líka svo mikill frumbyggi í mér."- hþt
Lífið Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira