100 milljóna mengunarskattur 28. desember 2012 06:00 Steinull hf. fékk litlu úthlutað af heimildum þar sem verksmiðjan notar mikið rafmagn. „Í okkar tilfelli er íslenskt rafmagn talið losa jafn mikið CO eins og rafmagn í Evrópu,“ segir Einar Einarsson forstjóri.fréttablaðið/vilhelm Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu. Loftslagsmál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira
Um áramótin fellur stóriðjan á Íslandi undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins (ESB) með losunarheimildir. Flugfélög hafa þurft að kaupa sér heimildir allt þetta ár en Alþingi samþykkti í desember breytingar á lögunum. Kerfið hefur verið starfrækt innan ESB síðan árið 2005, en það er meginstjórntæki sambandsins á sviði loftslagsmála. Því er ætlað að mynda hagræna hvata til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Viðskiptakerfið byggist þannig upp að losun gróðurhúsalofttegunda er gerð háð losunarheimildum. Rekstraraðilum ber að standa skil á bókhaldinu og afhenda yfirvöldum losunarheimildir í samræmi við útblástur hvers árs. Hugi Ólafsson, sérfræðingur hjá umhverfisráðuneytinu, segir að heimildunum sé úthlutað að hluta til endurgjaldslaust og að hluta til séu þær boðnar upp. „Ef rekstraraðilar eiga fleiri losunarheimildir en þeir þurfa að nota geta þeir selt þær á markaði og að sama skapi geta þeir keypt losunarheimildir ef upp á vantar. Þannig myndar viðskiptakerfið hagrænan hvata til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, t.d. með því að fjárfesta í umhverfisvænni tækni eða hagræða með öðrum hætti í rekstri sínum.“Heimildir keyptar Evrópusambandið hefur gefið út viðmið sem nemur losun á 1,514 tonnum af gróðurhúsalofttegundum á hvert framleitt tonn af áli. Kaupa þarf heimildir fyrir allt umfram það. Það er fundið út með því að taka saman frammistöðu þeirra tíu prósenta álvera í sambandinu sem minnst losa frá framleiðslu sinni. Á Íslandi voru framleidd 800 þúsund tonn af áli árið 2011. Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls, Samtaka álframleiðenda, segir að meðallosun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli hafi verið 1,6 tonn á síðasta ári. Það þýðir að kaupa þarf heimildir fyrir losun tæplega hálfs kílós af gróðurhúsalofttegundum fyrir hvert tonn af áli.Á að draga úr mengun Þorsteinn segir að innan framkvæmdastjórnar ESB séu uppi hugmyndir um að minnka pottinn þannig að færri losunarheimildir séu í boði. Með því eigi að hækka verðið á heimildunum. „Meðalverðið í dag er um sjö evrur á hvert tonn, en það þykir allt of lágt. Framkvæmdastjórnin hefur jafnvel rætt það að setja gólf á verðið, en markmið hennar er að verðið á tonninu sé ekki undir 15 evrum.“ Það þýðir að kostnaður sem leggst á álfyrirtækin verður um 75 til 100 milljónir strax, en getur tvöfaldast hækki verðið eins og stefnt er að. „Endanlegur kostnaður veltur náttúrulega líka á því hvernig fyrirtækjunum tekst að draga úr losun,“ segir Þorsteinn. Hærra verð á því að auka hagræna hvata til minni mengunar þegar fyrirtæki standa frammi fyrir þeirri ákvörðun að kaupa viðbótarlosunarheimildir, koma fyrir búnaði eða breyta aðferðum til að draga úr losun eða, ef nauðsyn þykir, draga úr framleiðslu.
Loftslagsmál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Sjá meira